Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 74

Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 74
aði að tendra svo mjög kyndil frelsis og framfara að nægði til að lýsa þjóðinni rétta leið til manndóms, þroska og fullveldis hins unga íslands. Þessi vakningaralda var ungmennafélagsskapurinn, sem svo margt gerði vel og gerir raunar enn, þótt ckki brcnni blysið lengur svo skært og almcnnt meðal æskumanna þjóðarinnar sem fyrrum. Eitt merkilegasta framtak í æskulýðsstarfi, sem ég hef verið vitni að á seinni árum, cr einmitt komið frá ungmennafélögum ásamt fleiri aðilum. Á ég þar við hópferðir æskumanna og kvenna undanfarin sumur inn á auðnir hálendisins til að sá í og græða þar upp dautt og örfoka uppblástursland. Það er sorgleg staðreynd, sem ekki þýðir að loka augunum fyrir, að landið okkar er að eyðast smátt og smátt, blása upp og fjúka á haf út. Og þetta gerist þrátt fyrir stórauknar framfarir, ræktun og vélvæðingu í sveitum landsins. Við vitum vel, að fyrrum var Island miklu grónara en nú gerist, og segja kunnáttumenn að eyðing skóganna á liðnum öld- um eigi mikinn þátt í, hvernig komið er. Við það þornaði landið, jarðvegurinn missti mótstöðuafl sitt og tók að fjúka. En hverju sem um er að kenna, þá ætti vitneskjan um þessa eyðingu, hugboðið um að grundvöllur tilveru okkar sé að skríða undan fótum okkar, að vera okkur áminning og hvatning um að spyrna á móti. Þess vegna eigum við að leggja okkur fram um að hamla gegn eyðingaröflunum, stanza þau og snúa því næst vörn í sókn. Því verður það eitt brýnasta vcrkefni okkar, sem unnum þessu landi og ætlum okkur og niðjum okkar að lifa hér fögru og góðu lífi, að beita okkur af alefli að því að græða upp hálendið jafnframt því sem við skýlum og skreytum undirlendi og hlíðar skógarlundum og skjólbeltum. Eitt af vandamálum þeim, sem vaxandi þéttbýli skapar, er það að börn og unglingar eiga erfitt með að finna sér þar holl og góð viðfangsefni í tómstundum. En þegar slík viðfangsefni eru ekki fyrir hendi, er alltaf hætta á ferðum, og því verða hinir eldri að koma til hjálpar. Unga fólkið þarf tilsögn og starf og verkefnin bíða hvarvetna við uppgræðslu og ræktun landsins. Það sem gera þarf, virðist í stuttu máli vera, að Landgræðsla íslands, Skógrækt ríkisins, Búnaðarfélag Islands og fleiri opin- 72 Goðaste'mn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.