Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 75
berir aðiljar tækju höndum samaii við fjöiménn félagssamtök eins
og ungmennafélög, verkalýðsfélög, bæjar- og sveitarfélög og mörg
önnur menningar- og hagsmunasamtök víða um iand um að skipu-
leggja og hrinda í framkvæmd stórfelldri ræktunarherferð, er byggði
starfsemi sína að miklu leyti á vinnuafli ungmenna í sumarskólum
víðsvegar um landið og þó einkum í hinni frjálsu og fögru náttúru
hálendisins.
Sú var tíðin að unglingar unnu á íslandi bæði til sjávar og
sveita. En allt útlit er fyrir að þetta sé breytt og að unglingavinna
heyri að mestu fortíðinni til. Lengi munu þó börn og unglingar í
sveitum ekki þurfa að vera aðgerðarlaus utan skólatíma, en í
þorpum og bæjum horfir málið öðruvísi við. Þar er þörf róttækra
aðgerða, því að ekkert er uppvaxandi kynslóð jafnskaðlegt og
iðjuleysi og slæpingsháttur. Því fylgir ekkert gott en aftur á móti
fjölmargt illt.
Hjá öðrum þjóðum er þetta viðurkennd staðreynd og víða um
lönd starfa skólar mikinn hluta sumarsins. Þar er þá lítið kennt
bóklegra fræða en höfuðáherzla lögð á að venja börn við útivist,
ferðalög og þeim einkum kennt að þekkja landið sitt, sögu þess
og ríki náttúrunnar. Slík skólastarfsemi er lítt þykkt fyrirbæri
hér á landi og virðist tími til kominn að gefa hcnni meiri gaum.
Verkefni slíkra skóla geta verið hin fjölbreytilegustu, allt frá þvi
að draga fána að hún, syngja morgunsöngva og hugsa um daglega
matseld, til þess að ferðast um og skoða sögustaði, nema jarðfræði
og grasafræði mitt í ríki náttúrunnar, klífa fjöll og ganga á jökla
og síðast en ekki sízt að gróðursetja skóga og sá grasfræi í örfoka
víðáttur óbyggðanna.
Vissulega munu margir kalla slíkar hugmyndir skýjaborgir og
draumsýnir fjarri raunveruleikanum. En við viljum öll hjálpa til
að byggja upp þróttmikið og menningarlegt samfélag á íslandi og
jafnframt bæta landið og gera það sífellt betra og byggilegra. Til
þess að svo megi verða, þurfum við sífellt að hafa augun opin
fyrir því, sem miður fer, leitast við að bæta úr og búa sífellt betur
í haginn fyrir framtíðina. Verkefnin blasa við í öllum áttum og
bíða þess, að við tökum til hendi.
Við vitum að með hverju sumri stækkar hópur iðjulausra barna
Goðasteinn
7 3