Goðasteinn - 01.03.1969, Side 76

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 76
og unglinga. Við vitum að landið okkar er að blása upp, cyðast og minnka með ári hverju. Og við vitum líka, hvað gera þarf í þess- um vandamálum. Þess vegna ber okkur að hefjast handa. Mikill fjöldi ungs fólks þráir að fá tækifæri til að sýna hug sinn til ættjarðarinnar í verki. En slík tækifæri liggja ckki ætíð í aug- um uppi. Okkur ber því að auðvelda æskufólki að finna þau og hjálpa því til að vinna sjálfu sér og landi sínu gagn. Hvergi mun uppblástursmökkurinn af hálendinu verða eins svart- ur og ógnþrunginn og yfir byggðum Suðurlands við vissar aðstæður. Sunnlendingar skynja því ef til vill betur en flestir aðrir, hvaða voði er þarna á ferðum. Það er ánægjulegt til þess að hugsa, að úr byggðum Suðurlands hafa undanfarin sumur farið hópar ung- mennafélaga til landgræðslu inn á óbyggðirnar. Sú starfsemi fór fram í samvinnu við Landgræðslu íslands. Nýverið frétti ég að Páll Sveinsson landgræðslustjóri hefði á prjónunum ráðagerðir um stóraukna ræktun og girðingarvinnu á mestu uppblásturssvæðun- um á sumri komanda og framvegis. En hann skortir tilfinnanlega vinnuafl og er reiðubúinn til samvinnu við félagssamtök, er koma vilja til hjálpar og skipuleggja vinnuflokka æskufólks til land- græðslustarfa. Sama máli mun gegna um Skógrækt ríkisins, er sífellt þarfnast fleiri vinnandi handa. Hvernig væri nú fyrir félagssamtök á Suðurlandi, svo sem Hér- aðssambandið Skarphéðin, Búnaðarsamband Suðurlands, Kvcnfé- lagasamband Suðurlands og önnur menningarsamtök að taka for- ystu í þessu efni. Þannig mundu þau vinna landi og þjóð ómetanlegt gagn og reisa sér um leið óbrotgjarnan minnisvarða á spjöldum sögunnar. í þessum byggðarlögum býr duglegt fólk með brenn- andi áhuga á ræktun, menningu og framförum. Það mundi með gleði leggja þessu máli lið. Ég bið ykkur því að hugleiða málefnið og koma því á framfæri við rétta aðila. Þótt úti sé dimmt vetrarkvöld með frosti og fjúki, þá líður það brátt hjá. Við hugsum líka ekki aðeins um líðandi stund, heldur lengra. Og nú er kominn tími til að hugsa fyrir vorinu og verk- efnunum, sem bíða okkar í framtíðinni. Erindi á samkorau í Fclagslundi í Gaulvcrjabæjarhreppi 8. marz 1969. 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.