Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 82

Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 82
Þegar ég var kominn að Rauðalæk, var strax farið að biðja mig að koma að smíða, en ég varð að neita öllum, vegna þcss hve illa ég var á mig kominn. Þetta fór að lagast, þegar kom fram á veturinn, og fór ég að geta unnið. Ég fór í vinnu til Hafnarfjarðar, og var þar í vinnu í tvo rnánuði. Eftir það var ég í Holtum og á Rangárvöllum um sumarið. Það gerðist vorið 1942, að Valgerður á Rauðalæk færði það í tal við mig, hvort ekki væri rétt, að Sigurður sonur minn færi að læra að smíða. Ég tók því vel og þótti mér vænt um, að hún kom með þá uppástungu. Ég fór til Hafnarfjarðar og gat strax ráðið Sigurð hjá góðum smiði, Guðjóni Arngrímssyni, og fór Sigurður strax til hans, en hann var þá 18 ára. Líka tókst Valgerði að koma Margréti dóttur minni í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Valgerður gerði mér þarna mikinn greiða, og met ég mjög mikils framkomu hennar gagnvart mér og börnum mínum. Þetta sýndi vel, að hún var bæði hugsunarsöm og miklum mannkostum búin. Nú var það Bjarnhéðinn, sem var næstur. Mér fannst á athöfn- um hans, að hann mætti til að fá tækifæri til að fara í smiðju, en þar var hann alltaf kominn þegar hann gat, að bræða blý og berja járn. Það skeði sumarið, sem ég var á Skaftafelli að þangað kom óvæntur gestur, Markús ívarsson, vélsmiður í Héðni. Hann var náfrændi Bjarnheiðar, fyrri konu minnar. Við höfðum ekki sézt fyrr, en vissum þó hvor af öðrum. Tókum við tal saman og gekk það mest út á smíðar og þess háttar. Þar kom, að ég sagði honum, að ég ætti strák. sem ég teldi, að væri líklegur til að geta lært að smíða úr járni og fara með vélar. Út af þessu samtali okkar gerð- ist það, að Markús segir við mig um leið og hann kveður mig: ,,Ef þú vilt, þá máttu láta skrifa strákinn hjá mér.“ Gerði ég það um haustið. Ég var mjög ánægður yfir þessu, en svo skeði það á næsta sumri. að Markús dó, og bjóst ég nú eins við, að nú væri búið með lærdóminn hjá Héðni. Á þessum árum gekk illa að fá pláss fyrir lærlinga, en ég var ákveðinn að reyna að halda mig að loforði Markúsar, þó að þarna væru orðin forstjóraskipti og Sveinn Guðmundsson tekinn við. Nú þegar Héðinn minn hefur aldur til, þá fer ég til Sveins og segi honum af þessu loforði Markúsar, en 80 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.