Goðasteinn - 01.03.1969, Page 84

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 84
við svona áhöldum; það var hvoru tveggja jafn lélegt, orkan og áhöldin. Ég mátti ekki setja vélina í gang á kvöldin, þegar búið var að kveikja í húsunum, því að þá dóu ljósin í þeim húsum, sem höfðu fengið ljós. Þetta varð nú svona að vera, þangað til að raf- magn kom frá Sogsvirkjuninni, en það var sumarið 1947. Ég setti trésmíðavélina í gang í fyrsta sinn 23. okt. 1943. Eftir það fór ég að fá ýmsar beiðnir um smíði. Um það leyti, sem ég var að eiga við þetta, þá kom til mín sá maður, sem ég vildi helzt fá í félag með mér, og var ég oft búinn að nefna það við hann, að við gerð- um félag með okkur. Spyr hann mig, hvort hann mundi ekki fá vinnu ef eitthvað yrði að gera. Ég fór strax til Ingólfs og sagði honum af þessu. Sagði Ingólfur, að við skyldum taka hann strax og var það gert. Þessi maður var Guðmundur Erlendsson frá Þjóð- ólfshaga. Hann var sá maður, sem ég vissi að mátti treysta. Hann vann hér með mér þar til að heilsan bilaði hjá honum og lézt hann fyrir einu ári síðan. Það er óhætt að segja það, að þar varð ég fyrir mannskaða. Guðmundur var rúmlega 50 ára er hann andað- ist. Þetta fór eins og ég bjóst við, að við vorum beðnir að vinna meira en við gátum afkastað. Smíða þurfti glugga, líkkistur, setja innan í vagnhjól, og var ég við þau svo vikum skipti suma vet- urna. Ég var að vísu óvanur að gera við vagnhjól en hafði þó borið það við, var lengi með fyrstu hjólin, en komst á allgott lag með að fá þau betri og var orðinn sæmilega fljótur að koma þeim áfram, einmitt þegar allir voru að hætta að nota þau. Ég fékk það, sem ég þurfti, til hjólaviðgerðanna, hjá vagnasmið í Reykjavík, Kristni Jónssyni, til að byrja með, en þegar hann sá að ég þurfti meira efni, þá neitaði hann mér um hjálp, en þá voru aðrir, sem björguðu mér. Kristinn vagnasmiður sá að ég mundi taka frá hon- um vinnu og vildi ekki þess vegna hjálpa mér um neitt efni. Að fjórum árum liðnum fengum við bættan verkfærakost, þykkt- arhefil, fræsara, slípivél. Allt voru þetta Iitlar vélar. Líka fékk ég bandsög, en hún var svo lítil, að ekki var hægt að nota hana á nema mjög þunnt timbur. Varð ég því að fá aðra og festi þá kaup á gamalli, sem réði við þykkara efni og kom að góðu haldi, t. d. við að smíða bogaglugga í kirkjur. 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.