Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 84

Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 84
við svona áhöldum; það var hvoru tveggja jafn lélegt, orkan og áhöldin. Ég mátti ekki setja vélina í gang á kvöldin, þegar búið var að kveikja í húsunum, því að þá dóu ljósin í þeim húsum, sem höfðu fengið ljós. Þetta varð nú svona að vera, þangað til að raf- magn kom frá Sogsvirkjuninni, en það var sumarið 1947. Ég setti trésmíðavélina í gang í fyrsta sinn 23. okt. 1943. Eftir það fór ég að fá ýmsar beiðnir um smíði. Um það leyti, sem ég var að eiga við þetta, þá kom til mín sá maður, sem ég vildi helzt fá í félag með mér, og var ég oft búinn að nefna það við hann, að við gerð- um félag með okkur. Spyr hann mig, hvort hann mundi ekki fá vinnu ef eitthvað yrði að gera. Ég fór strax til Ingólfs og sagði honum af þessu. Sagði Ingólfur, að við skyldum taka hann strax og var það gert. Þessi maður var Guðmundur Erlendsson frá Þjóð- ólfshaga. Hann var sá maður, sem ég vissi að mátti treysta. Hann vann hér með mér þar til að heilsan bilaði hjá honum og lézt hann fyrir einu ári síðan. Það er óhætt að segja það, að þar varð ég fyrir mannskaða. Guðmundur var rúmlega 50 ára er hann andað- ist. Þetta fór eins og ég bjóst við, að við vorum beðnir að vinna meira en við gátum afkastað. Smíða þurfti glugga, líkkistur, setja innan í vagnhjól, og var ég við þau svo vikum skipti suma vet- urna. Ég var að vísu óvanur að gera við vagnhjól en hafði þó borið það við, var lengi með fyrstu hjólin, en komst á allgott lag með að fá þau betri og var orðinn sæmilega fljótur að koma þeim áfram, einmitt þegar allir voru að hætta að nota þau. Ég fékk það, sem ég þurfti, til hjólaviðgerðanna, hjá vagnasmið í Reykjavík, Kristni Jónssyni, til að byrja með, en þegar hann sá að ég þurfti meira efni, þá neitaði hann mér um hjálp, en þá voru aðrir, sem björguðu mér. Kristinn vagnasmiður sá að ég mundi taka frá hon- um vinnu og vildi ekki þess vegna hjálpa mér um neitt efni. Að fjórum árum liðnum fengum við bættan verkfærakost, þykkt- arhefil, fræsara, slípivél. Allt voru þetta Iitlar vélar. Líka fékk ég bandsög, en hún var svo lítil, að ekki var hægt að nota hana á nema mjög þunnt timbur. Varð ég því að fá aðra og festi þá kaup á gamalli, sem réði við þykkara efni og kom að góðu haldi, t. d. við að smíða bogaglugga í kirkjur. 82 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.