Goðasteinn - 01.03.1970, Page 11

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 11
eyjum, ofan úr Holtum og víðar að. Auglýsti Þórunn vélprjón sitt í Þjóðólfi 1893. Þær voru skjólgóðar laufaprjónuðu klukkurnar og aðrar flíkur, sem prjónaðar voru á gömlu prjónavélina heima. Afarmikið var ofið til klæða og rúmfatnaðar. Einskefta var ofin í rckkjuvoðir, milliskyrtur, kjóla og fleiri hluti. Vefjargarn var haft í uppistöðu í rekkjuvoðir en heimaspunnið i fyrirvaf. Milliskyrtuvoðir voru yfirleitt röndóttar en kjólavoðir köflóttar. Ormeldúkur var ofinn í föt karla og kvenna. Karlmannsföt úr ormeldúk voru Ijómandi falleg, þegar vel var til hans vandað með efni og þóf. Vaðmál úr alull var ofið í stakktreyjuföt, pils og treyju. Mér var gefinn rokkur, þegar ég var á tólfta ári, svo að ung vandist ég við að spinna. Við Jónína systir mín spunnum okkur í stakktreyjuföt, þegar ég var eitthvað 16 ára. Þetta var þelþráður eins og venja var, er unnið var til fatnaðar. Stakkfata- efnið var ofið heima cn sent svo suður, þar sem það var litað og prcssað. Veipa var ofin í föt karla. Vaðmál var líka ofið til karlmannsfata, og í vandað vaðmál var spunnið eins smátt og hægt var. Röndótt einskefta var höfð í millipils. Eftir gömlum, þverröndóttum millipilsum man ég. Þverröndótt brekán var til heima, en annars voru salúnsábreiður yfirleitt yfir rúmum, og öll ár var eitthvað ofið af þeim heima, fyrir okkur og aðra. Skyrsíur voru ofnar úr hvítri alull og með vaðmálsvend. Glitvefnaður var ekki ofinn í mínu minni, en mamma og maddama Þórunn áttu báðar glitofin brekán. Ég man eftir slíku brekáni á rúmi gömlu prestshjónanna. Oft var ekki búið að vefa, fyrr en á þorra, en alltaf var vef- stóllinn tekinn ofan um jólin, því ofið var inni í baðstofu. Hannes Jónsson, uppeldisbróðir mömmu, var ráðsmaður. Hann lét í meisana og gaf kúnum kvölds og morgna, en milli mála settist hann í vefstólinn og óf, þegar búið var að efna í nýja voð. I skammdeginu sat hann í vefstólnum til klukkan tíu og ellefu á kvöldin. Vandað var til alls, sem viðkom tóvinnunni. Vel man ég eftir því, þegar verið var að vinda band og það var undið upp úr greip, til þess það lokaði ekki. Það var nefnt að set)a í greip. Það þótti ekki gott, ef loki kom á bandið. Goðasteinn 9>

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.