Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 28
komum að Faxa, fór ég sem leið lá austur á Krók við Markar-
fljót, en hinir fóru austur með ánni Hvítmögu og fundu þar til
allrar ólukku tvö lömb, sem við urðum að fara með inn í Álfta-
skarð. Er það langur vegur, þar sem við fórum syðri leiðina.
Mjög lítið var í Markarfljóti, og bárum við lömbin yfir það.
Ég fór svo upp með Fljótsgilinu að austan, því ailtaf má búast
við kindum þar vestanmegin. Er talsverður hagi þar rétt við
Fljótið, neðan undir geysiháum hömrum og aðcins ein niðurganga
í þá, hérumbil nyrzt. Hægt er að fara með Fljótinu undir hömr-
unum, en erfiðir grjóthryggir eru þar á leiðinni. Ég sá því miður
tvö lömb vestan megin, en gat ekki náð í þau, því austan megin
þar eru óklcifir hamrar á löngum kafla. Þarna var snjórinn í mitt
læri en svo laus, að ég gat vaðið hann sem vatn. Ég fór svo til
félaga minna. Gekk okkur illa að koma lömbunum, sem þeir
voru með, áfram, þó þau hefðu brautina eftir hestinn til að ganga
í. Um dimmumótin vorum við á Torfafit. Vorum við afarlengi að
komast inn með Torfatindi að vestan og í ÁJftaskarð, enda alltaf
að drífa.
Álftaskarð er þvert í gegnum Torfatind og eins og lokað vest-
an frá. Vestan við skarðið er mjög stór steinn í sandinum, og
þekkti ég hann, enda kunnugastur okkar félaga á þessum slóðum.
Skarðið er örmjótt, svo að ekki er meira en svo, að bílar geti
mætzt þar, en gæti verið bílvegur. Norðaustan við skarðið eru
geysiháar öldur, hver upp af annarri, en suðaustan við það eru
geysilega háir hamrar. Nyrzt í þeim er mjög hár skúti eða gapi,
scm slútir mjög fram yfir sig. Austast í honum hefur verið hlað-
inn veggur og gerður kofi eða skýli, sem rúmar fjóra menn. Ekki
er þar hærra cn svo, að rétt er hægt að standa á hnjánum. Þarna
er vont að vera sökum kulda, því hleðslan er nálega úr tvöföldu
grjóti; stungu er þarna enga að fá.
Við lágum þarna í tjaldi undir hamrinum og leið allvel. Morg-
uninn eftir var komið gott veður, en snjór var mikill, þó heldur
minni en fyrir vestan Torfatind. Guðmundur og Óskar fóru suður
á Bratthálskrók og austur á Hvanngilskrók, en á þeim slóðum
er helzt kindavon, þegar korninn er snjór. Ég fór fyrir norðan
Ofanhöfða og suður yfir Útigönguhöfða, en sunnan í honum er
.26
Goðasteimi