Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 28

Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 28
komum að Faxa, fór ég sem leið lá austur á Krók við Markar- fljót, en hinir fóru austur með ánni Hvítmögu og fundu þar til allrar ólukku tvö lömb, sem við urðum að fara með inn í Álfta- skarð. Er það langur vegur, þar sem við fórum syðri leiðina. Mjög lítið var í Markarfljóti, og bárum við lömbin yfir það. Ég fór svo upp með Fljótsgilinu að austan, því ailtaf má búast við kindum þar vestanmegin. Er talsverður hagi þar rétt við Fljótið, neðan undir geysiháum hömrum og aðcins ein niðurganga í þá, hérumbil nyrzt. Hægt er að fara með Fljótinu undir hömr- unum, en erfiðir grjóthryggir eru þar á leiðinni. Ég sá því miður tvö lömb vestan megin, en gat ekki náð í þau, því austan megin þar eru óklcifir hamrar á löngum kafla. Þarna var snjórinn í mitt læri en svo laus, að ég gat vaðið hann sem vatn. Ég fór svo til félaga minna. Gekk okkur illa að koma lömbunum, sem þeir voru með, áfram, þó þau hefðu brautina eftir hestinn til að ganga í. Um dimmumótin vorum við á Torfafit. Vorum við afarlengi að komast inn með Torfatindi að vestan og í ÁJftaskarð, enda alltaf að drífa. Álftaskarð er þvert í gegnum Torfatind og eins og lokað vest- an frá. Vestan við skarðið er mjög stór steinn í sandinum, og þekkti ég hann, enda kunnugastur okkar félaga á þessum slóðum. Skarðið er örmjótt, svo að ekki er meira en svo, að bílar geti mætzt þar, en gæti verið bílvegur. Norðaustan við skarðið eru geysiháar öldur, hver upp af annarri, en suðaustan við það eru geysilega háir hamrar. Nyrzt í þeim er mjög hár skúti eða gapi, scm slútir mjög fram yfir sig. Austast í honum hefur verið hlað- inn veggur og gerður kofi eða skýli, sem rúmar fjóra menn. Ekki er þar hærra cn svo, að rétt er hægt að standa á hnjánum. Þarna er vont að vera sökum kulda, því hleðslan er nálega úr tvöföldu grjóti; stungu er þarna enga að fá. Við lágum þarna í tjaldi undir hamrinum og leið allvel. Morg- uninn eftir var komið gott veður, en snjór var mikill, þó heldur minni en fyrir vestan Torfatind. Guðmundur og Óskar fóru suður á Bratthálskrók og austur á Hvanngilskrók, en á þeim slóðum er helzt kindavon, þegar korninn er snjór. Ég fór fyrir norðan Ofanhöfða og suður yfir Útigönguhöfða, en sunnan í honum er .26 Goðasteimi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.