Goðasteinn - 01.03.1970, Page 30
og fram til kl. io á öðrum degi, svo við urðum að liggja þarna
fyrir í fyllilega þrjú dægur.
Ofanbylurinn hætti á öðrum degi, sem fyrr segir, en mikill
skafbylur hélt áfram. Við vorum þá orðnir svo heylitlir fyrir hest-
inn og líka helzt til matarlitlir, að við urðum að leggja af stað.
Snjókyngi var hvarvetna, enginn hagi heldur, þar sem við vorum,
þótt jörð hefði verið auð, og lömbin voru aðframkomin af hungri.
Úrræði okkar varð að lóga þeim. Við vissum, að það yrði lagt
misjafnt út, því slíkt hafði aldrei verið gert í leitum, svo við
vissum til, en þá voru nýkomin dýraverndunarlögin, og ætluðum
við að reyna að skjóta okkur undir þau ef í hart færi.
Við lögðum svo af stað upp úr kl. io, og var þá mikill renn-
ingur en nokkuð létt í lofti. Við léttum á hestinum eftir föngum,
skildum eftir reiðingsstorfuna, blauta poka o. fl. Við fórum um
Laufahraun, en þar eru margir skorningar, og urðum við víða að
draga hestinn upp úr þeim, sem þreytti okkur mikið. Snjórinn var
alltaf í mitt læri, þar sem sléttast var. Heldur var skárra sunnan
við Laufafellið, enda þar sléttur sandur, en þegar við komum í
Rangárbotna, sem eru þar skammt sunnar, var snjórinn alltaf
rúmlega í hnc en skelin á honum meiri, svo allt datt niður, þegar
við vorum komnir upp með báða fætur, og var það afarþreytandi.
Við tókum upp á því að fara á undan til skiptis til að gera
braut, 12-15 mínútur hver. Undir dimmu komum við að mann-
hæðarháum steini og hvíldum okkur þar. Guðmundi bar þá að
fara á undan, og tók hann stefnu beint til suðurs, en við áttum
að fara fyllilega til suðvesturs. Ég náði í þá og sagði, að þeir færu
of austarlega. Við urðum þarna hálfvondir, en ég tók stefnu fylli-
lega til vesturs með hestinn og þeir eltu mig. Eftir nokkuð langan
tíma komum við að allhárri brekku niður á við, og þekktum við
þá allir, hvar við vorum. Birta var engin nema af snjónum. Fór
Guðmundur þá á undan, en skömmu seinna kvaðst Óskar ekki
komast lengra. Ég sagði honum að halda í taglið á hestinum og
það gerði hann. Nokkru síðar kallaði Guðmundur til mín og
spurði, hvort ég gæti farið á undan. Ég hélt nú það, en satt að
segja gat ég það þó ekki en gerði þó; Guðmundur sagðist vera
svo slæmur af sinadráttum. Ég fór á undan það, sem eftir var að
28
Goðaste'uw