Goðasteinn - 01.03.1970, Side 31
Blesá, en þá hallaði undan fæti, en það hjálpaði mér. Þá var kl. t
um nóttina. Allan daginn hafði gengið á með útsynningséljum
sem stóðu beint í fangið. Vorum við nú búnir að vera í 15 stundir
á ferð, sem tekið hefði okkur tæpa 4 tíma í sæmilegu færi.
Þegar við komum að Blesá, var hún öll stífluð af krapi. Urðum
við að vaða hana í mitti, en ekki var hún þarna nema um 5 m
á breidd. Við vorum svo í Blesárkofa um nóttina og leið þar vel
að öðru leyti en því, að við vorum hálfsvangir. Morguninn eftir
var komið gott veður. Guðmundur gekk suður Dalöldur á ullar-
nærbuxum, hafði klæðst úr ytri buxum, svo hann ætti léttara með
gang. Var snjórinn alltaf í klof þá léið, en þegar kom suður á
Dalbrúnina var alautt. Þar hafði enginn snjór komið. Við Óskar
fórum. aðra leið með hestinn, norður yfir Rangá, suðvestur Lang-
víuhraun. Þar var hcldur minni snjór, og þegar við komum að
Hafrafelli, var alautt. Fundum þar enga kind, og enga fann Guð-
mundur í sinni leit.
Nú var blíðuveður og brátt komið í byggðina. Það átti að fara
að leita að okkur, en til okkar sást, áður en lagt yrði af stað.
Við vorum fimm daga í ferðinni en áttum að vera þrjá. Sumir
sögðu, að við hefðum ekkert átt með að lóga lömbunum, aðrir
sögðu ekkert um það. En aldrei voru lömbin, sem við náðum ekki
í, sótt, og var þangað þó miklu styttra en þangað, sem við lóg-
uðum lömbunum. Þá var Grímur Thorarensen í Kirkjubæ bæði
oddviti og hreppstjóri. Hann borgaði okkur það, sem okkur hafði
vcrið ætlað hvern dag og gerði engar athugasemdir við aðfarir
okkar í þessari ferð, sem sannaði hið fornkveðna, að ,,oft eru
kröggur í vetrarferðum.“
Goðasteinn
29