Goðasteinn - 01.03.1970, Page 34

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 34
historíu áhrærandi Þorgils forföður minn á Brimilsvöllum. Sigríður dóttir hans var móðir Helgu Björnsdóttur, móður Dómhildar Eiríksdóttur, móður Helgu Þorsteinsdóttur móður minnar. Forlátið línur þessar. Yðar þénustu skyldugur elskandi vin, Þorsteinn Gíslason.“ Að lokum er hér brot af bréfi, sem ung stúlka í Fljótshlíð, Sigrún í Hlíðarendakoti, skrifar föður sínum um 1818 og ber ekki stóru vitni, aðeins handarlagi og hugsun dóttur til föður: „Efni þessa seðils er ekki stórt annað, utan lofa yður vita mína og okkar allra hér meinhæga líðan, lof sé Guði, og gefi mér það sama af yður að frétta, þó seint máske verði, og hefur mig í vetur oft langað eftir því, en alls ekkert af yður heyrt síðan skildum. Yngismaður Vigfús Pálsson frá Þverá ætlar að færa yður frá mér sárlitla sendingu, því ég ekki fékk leyfi til, að hún væri þyngri. Það má og kallast að vera fremur mér til gamans en yður til gagns og í þeirri fullvissu gjört, að so munir virða. Hvað markvert er héðan úr nálægum stöðum í fréttum að segja, gjöra þeir séu ánægju af að frambera, sem á ferðunum eru, þó á stundum mislukkist, að áreiðanlegt sé, og sama máske yrði, þó ég eitthvað þessháttar fleipra færi. Leiði það því hjá mér en kveð yður og bróður minn, Guttorm, með beztu farsældaróskum. Vil so finnast yður af alúð elskandi, Sigrún Arngrímsdóttir." 32 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.