Goðasteinn - 01.03.1970, Page 35

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 35
Guðný Helgadóttir í Ytri-Ásum: Draumvísa Fyrir mannskaðaveðrið veturinn 1856, er m. a. sjö menn úr Biskupstungum og Laugardal urðu úti á Mosfellsheiði á leið í útver, dreymdi móðurömmusystur mína, Guðrúnu Jónsdóttur, sem þá var ung í föðurgarði að Leirárgörðum í Borgarfirði, að maður mikilúðlegur, klæddur klakakufli, kæmi á gluggann og kvæði þessa vísu: Kveð ég ljóð með köllunum á kembingsbáru völlunum, ferðast líka á fjöllunum og fylgi hljóðasköllunum. Einar móðurbróðir Einar Sigurðsson móðurbróðir minn var fæddur að Gröf í Skilmannahreppi laust fyrir 1870. Foreldrar hans voru Ingveldur Jónsdóttir og Sigurður Þórðarson í Gröf. Sigurður lézt 1879 frá fimm ungum börnum, sem tvístruðust eða voru sett niður, sem svo var kallað. Yngsta barnið fylgdi móður sinni. Einar lenti á efnaheimili en varð samt verst úti. Eitt sinn um vortíma í kalsa- veðri var hann að ganga til lambánna, kaldur og ekki of saddur Mætti hann þá konu af næsta bæ. Henni varð að orði: „Ekki ert þú ríkmannlega klæddur og vera á þessu vel stæða heimili." Goðasteinn 33

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.