Goðasteinn - 01.03.1970, Page 37

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 37
Þórður Tómasson: Um íslenzk orðtök Nýkomið er út hjá Almenna bókafélaginu seinna bindi orðtaka- safns dr. Halldórs Halldórssonar prófessors, fróðleiksnáma fyrir alla, er nema vilja íslenzk orðtök og heyja sér þekkingu um bók- leg upptök þeirra. Vafalaust hefur það ekki verið ætlun höfundar að gersópa sviðið, enda ekki hægt um vik, meðan söfnun orða og orðtaka úr mæltu máli en ekki lengra á veg komin en raun ber vitni. Sú sorgarsaga gerist nú líka frá degi til dags, að orð og orðtök deyja úr talmáli, og hafi þau ekki komizt á bók, verða þau ekki endurheimt, því gröfin heldur fast á sínu. Mjög er það misjafnt, hve mönnum er tamt að nota orðtök og málshætti. Þeir alþýðumenn, sem ég hef heyrt tala fegurst mál, hafa allir skreytt það hóflega orðtökum og málsháttum. Orðtakasafn dr. Halldórs las ég þakksamlega, þó ekki fyndi ég þar nærri öll orðtök daglegs máls hér í suðurbyggðum. Tugir þeirra komu ósjálfrátt í hugann við yfirferð bókanna. Einstök orðtök og skýringar þeirra geta ýtt við nánari athugun: Talað er um það, að eitt eða annað ríði baggamun. Rétt er það, að börn voru látin ríða baggamun, er þau sátu ofan í milli, ef annar baginn reið of miJdð. Hægt var líka að hengja eitthvað utan í léttari baggann og þá reið það baggamun. Þriðja aðferðin var að stinga undir; heytuggu var stungið milli léttara baggans og reiðingsins að aftan og framan. Líklegt má telja, að orðtakið um að hitta á snögga blettinn á náunganum, sé komið frá þjóðsögum, er sögðu frá snögga blett- inum á tröllskessunum. Goðasteinn 35

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.