Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 38

Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 38
Skýring á orðinu heimatak í „það eru hæg heimatökin“ er ekki fengin, en orðið minnti mig á það, að í minni byggð táknaði heimatak aðeins heimatún. Gott heimatak þótti mikilsvert á hverri jörð, sbr. Hollur er heimafenginn baggi. Orðtakið að óska einhverjum ofan undir állar hellur er vafa- laust komið frá trúnni á það, að móðir jörð stæði á svo og svo mörgum hellum (5). Orðtakið: þar stendur hnífurinn í kúnni á sennilega skylt við það, að aldrei mátti fara svo frá nautgripi í fláningu á blóðvell- inum, að ekki væri rekinn hnífur í skrokkinn. Allir kannast við orðtakið um það, að eitthvað hangi á hor- riminni. En hvað er þá horrim? Jú, horrim er rim, sem gjögtir í meis eða hripi. Slakur smiður smíðaði horrim í meis. Hún féll ekki út í okagatið nema rekinn væri með henni hortittur. Verkið nefndist að hortitta. Smiðir, sem þurftu oft á því að halda, voru í litlu áliti. Talað er um það, að skepna stigi ekki í laukana. Holdalaukar eru í lærum og bógum fénaðar, sem er í góðum iholdum. Orðtakið felur blátt áfram í sér, að skepnan sé svo mögur, að laukar fyrir- finnist ekki og grípur til fjarstæðu eða háðs til meiri áherzlu. Að tefla við páfann er svo sem nógu góður orðaleikur seinni alda manna um þá athöfn, er menn ganga örna sinna. Eldra mun þó hjá Vestfirðingum, er þeir tala um að flytja lögmanninn, og svona hefur alþýða manna um allar aldir leikið sér að orðum til að túlka með athafnir hversdagsins. Vel má vera, að orðtakið það stenzt á strokkur og mjaltir eigi að upphafi við það, að saman hafi farið, að búið var að skaka strokkinn og mjalta búfé. Það var þó ekki notað í þeirri merkingu þar sem ég þekkti til. „Það stenzt á strokkur og mjaltir" þýddi, að rétt nýbúið var að skaka morgunstrokkinn, þegar málnytupen- ingurinn kom heim á stöðulinn eða kvíabólið. Orðtakið að reisa tjald til einnar ncetur notar Björn Gunnlaugs- son í Njólu (1842): „röðulbanda reist er tjald / rétt til einnar nætur. 36 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.