Goðasteinn - 01.03.1970, Side 39

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 39
Orðtakið að berast á hauga er notað í vísu, sem ekki er yngri en frá fyrri hluta 19. aldar: Hvað er það, sem bætir bú, svo berist menn ei á hauga? Góðlynd kona, glaðlynd hjú og gætið bóndans auga. Haugurinn er sennilega hugsaður sem sorphaugurinn, er bæjar- sorpið var borið út á. Mætti ég svo að lokum minnast á nokkur orðtök, sem gaman hefði verið að sjá í fslenzku orðtakasafni, tekin af handahófi af miðum mínum? að láta fá í ausunefninu, að bíta við beizlisólar, að drekka ekki af öllum döllum, að hleypa upp úr eyrinni, að skreyta sig með annarra fjöðrum, að fara i fúleyjar, að ríða gaúrum og garðstaurum, að stíga gírrinn, að sjóða grottann, að vera hjallhanginn, eins og hundur glefsar í görn, að syfja eins og hund i rosa, að skjálfa eins og hildafullur hundur, að þola kambavindinn, að vera með nefið ofan í hverjum koppi, ekki í marga koppana að klína, að riða við linfléttað lopabandsbeizli, að vera ýtt eins og rusli af reku, að sitja á seiðhjallinum, að vaða á söxunum. Er ekki eins og málið sé orðið fátækara, þegar þessi og önnur orðtök eru látin lönd og leið eða að öllu gleymd? Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.