Goðasteinn - 01.03.1970, Page 53

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 53
atvinnulaus að mestu um veturinn. Rannsakaði ég þá fræ, rækt- að á íslandi, á rannsóknarstofu Gísla gerlafræðings. Sumarið 1925 vann ég einnig í Gróðrarstöðinni og tilraunareit mínum. En jafnframt því tók ég á leigu tún til heyskapar og setti á stofn kúabú til atvinnuauka yfir veturinn. Þetta litla bú varð til þess, að ég tók að eignast dálítið og hafði vinnu allt árið að kalla. Búskap þennan rak ég jafnframt vinnunni í Gróðrarstöðinnni meðan ég var í Reykjavík. Að áliðnum vetri 1926 safnaði ég saman árangri frærannsókna minna frá árunum i923-’26 og er sú ritgerð í Búnaðarritinu 1926. Þess skal og getið að ég vann að stofnun nýrrar tilraunastöðvar jafnhliða vinnu við rannnsóknir og lagði til að þar skyldu gerð- ar tilraunir með frærækt sem og aðra jarðrækt. Á búnaðarþingi 1925 flutti ég tiilögu um stofnun grasræktar- stöðvar. Var því furðanlega vel tekið og samþykkt þar að sett skyldi á stofn tilraunastöð í frærækt og annarri jarðrækt vorið 1927. Þessu máli var þó tæplega í höfn komið, því að fylgja þurfti því fast eftir, svo að búnaðarþing 1927 áætlaði fé til fram- kvæmdanna. Að þessu var unnið milli búnaðarþinga og var lið- tækastur Magnús Þorláksson bóndi á Blikastöðum, sem þá var í stjórn Búnaðarfélags Islands. Auk þess vann ég að rannsóknum árin 1926 og 1927 á íslenzku fræi og söfnun fræs, einkum á Stóru- völlum á Landi. Þá átti fóðurræktarráðunauturinn Metúsalem Stefánsson mikinn þátt í að undirbúa málið fyrir búnaðarþing. Um haustið 1926 fórum við Magnús á Blikastöðum austur í Fljótshlíð til að kanna og útvega jarðnæði fyrir væntanlega til- raunastöð. Einnig fórum við Metúsalem þangað nokkru síðar. Árangurinn af viðleitni okkar þriggja varð sá, að kirkjujörðin Mið-Sámsstaðir í Fljótshlíð var fest í ábúð fyrir verðandi fram- kvæmdir. Á jörð þessari bjó þá Þorvaldur Kjartansson, er verið hafði ráðsmaður á Brciðabólstað árið 1916, þegar ég var þar kaupa- maður. Var samið við ábúanda að hann viki af jörðinni innan tveggja ára og hefði þar til V3 jarðarafnot, en tilraunastöðin % jarðarinnar. Var þetta nægilegt landrými fyrir væntanlega starf- semi í byrjun. Hús þau sem á jörðinni voru seldi Þorvaldur Bún- Goðasteinn 51

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.