Goðasteinn - 01.03.1970, Page 57

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 57
Við munum víst dalinn í miðsvetrarsnjó, er máninn á hlíðarnar geislunum sló. Á skíði við héldum, og muna það má, í mjallroki brunuðum niður að á. En vorið kom jafnan með söngfuglaseið, og sóley í varpa af mörgum var þreyð. En silungar léku og laxar í straum, er lífinu fögnuðu’ - af vetrarins draum. Um sauðburð var annasamt einatt í sveit, þá engin var girðing um tún eða reit. Þá fórum við tíðum um fjallanna slóð, en fóturinn léttur og ólgandi blóð. Á sumrin var unnið af eindæma þrótt, á engjunum staðið oft langt fram á nótt. Og mikið var bundið, við munum öll það. í myrkri kom síðasta lestin í hlað. Oft kviknuðu ástir á kvöldunum þeim, þær kenndirnar ljúfustu’ í stundlegum heim. Já, mörg var þá stúlkan í myrkrinu kysst, og margra var framlengd hin ágæta vist. Á haustin var smalað um heiðar og fjöll, og hóað og sigað. Þá kváðu við sköll. Og lífleg var sjónin, það líka ég fann, er lagðprúða safnið um hlíðarnar rann. Til hátíðisdaganna hlökkuðum við, og hinir, þeir eldri, að þjóðlegum sið. Og gjafirnar tíunda gjarnan ég vil, auk gómsæta matarins: bók eða spil. Goðasteinn 55

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.