Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 62
Þórarinn Gr. Víkingur segir í bók sinni „Mannamál" (úcg.
Norðri 1957): „En þegar sambandsmálið var til lykta leitt árið
1918, var fyrirsjáanlegt að eftir það mundu innanríkismálin ráða
öllu um flokkaskiptingu í landinu og á Alþingi og þá fyrst og
fremst hagsmunir einstakra stétta.
Samvinnumönnum var ljóst, að skjótra aðgerða var þörf og
tryggja stuðning Alþingis og eignast eigið blað til málflutnings
og eflingar samvinnunni. Að tilhlutan ýmissa framsækinna áhuga-
manna hófst útgáfa vikublaðsins „Tíminn“ snemma á árinu 1917.
Fyrsta blaðið dags. 17. marz það ár. Varð Guðbrandur Magnús-
son, bóndi í Holti undir Eyjafjöllum fyrsti ritstjóri blaðsins. Hefur
hann ávallt síðan verið ötull og áhugasamur framsóknar- og sam-
vinnumaður.
Um líkt leyti og blaðið hljóp af stokkunum, efldust samtök
samvinnumanna og bænda í kosningum til Alþingis og stofnun
stjórnmálaflokks er hlaut nafnið Framsóknarflokkur. Um vorið
1919 boðuðu þessir menn, „Tíma klíkan“ svo nefnda, fund á Þing-
völlum. Var þessari fundarboðun vel tekið og sóttu fundinn um
ioo manns úr öllum landsfjórðungum. Telja má því þennan fund
fyrsta flokksþing Framsóknarflokksins.“
Höfundur bókarinnar, sem hér er vitnað í, var einn fundar-
manna, kominn norðan úr Norður-Þingeyjarsýslu.
Þess skal getið hér, að þennan Þingvallafund sóttu 3 menn úr
Rangárvallasýslu: Guðmundur Árnason, hreppstjóri í Múla, sr.
Jakob Ó. Lárusson í Holti og Sigurður Vigfússon, kennari á
Brúnum. Þeir voru allir, meðan þeim var starfsorku auðið, ör-
uggir stuðningsmenn samvinnufélagsskaparins og Framsóknar-
flokksins. Var mikil og náin samvinna milli þeirra sveitunga, sr.
Jakobs og Sigurðar, sem báðir höfðu verið ungmennafélagar frá
upphafi hreyfingarinnar hér á landi.
Það var á stríðsárunum fyrri að hreppsnefnd Vestur-Eyjafjalla-
hrepps tók það til bragðs að safna pöntunum hjá bændum og
kaupa vörur fyrir alla sveitina í heild, vegna örðugleikanna, sem
voru á öllum viðskiptum - ef til vill hafa fleiri hreppsfélög sam-
einað vörukaup sín þannig? 1 framhaldi af þessu varð svo að
ráði, að Vestur-Eyfellingar mynduðu samtök um verzlunina. Þau
60
Goðasteinn