Goðasteinn - 01.03.1970, Page 66

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 66
Anna Vigfúsdóttir frá Bníiium: Særður svanur 1 minningu sr. fakobs Ó. Lárussonar prests í Holti undir Eyja- fjöllum 1913-1930. Sá ég þitt flug - og festi það í minni, fersk er mér rödd þín, glæsilegi bróðir. Bar þér af vængjum birtu um mínar slóðir - biturleg örlög slitu loftför þinni. Lamaður vængur, hljóðnuð raustin hreina, hjarta þitt brennt í þjáningannna eldi. Líknsemi dauðans loksins úrskurð felldi. Ljóssheima dásemd veit ég þú munt reyna. Fáir þann ham, sem engin und er slegin, ómþýðan róm, er svansins draumum hæfi, fegurðin sjálf þitt andrúmsloft og yndi. Mætti sú rödd mér vísa síðar veginn, vegmóðri sálu bendingar hún gæfi, - að þeirri leiðsögn óskalönd ég fyndi. 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.