Goðasteinn - 01.03.1970, Page 67

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 67
Þórarinn Helgason í Þykkvabœ: Bændahvöt Verkin bíða, vinnum saman, vöku hefjum starf. Einhuga þá eflum framann, engu kvíða þarf. Reisum borg af hug og höndum. Heil sé lund og trú. Með allan okkar styrkleik stöndum stæltir, bændur nú. Fylkjum liði frjálsum huga, fram skal stefnu beitt. Ekkert látum yfirbuga okkur, torvelt neitt. Öllu sleni af skal hrinda, ein sem verum stétt. Bændur, oss ei látum lynda lítinn okkar rétt. Frelsið allra muna mærast, metið ei til gulls. Frelsið hverri kynslóð kærast kusum vér til fulls. Vörn og sókn í sömu hendi sameiningar. Kjark! Undan skyldu enginn vendi, allir skori mark. Goðasteinn 65

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.