Goðasteinn - 01.03.1970, Side 70

Goðasteinn - 01.03.1970, Side 70
Þórður Tómasson: Mtyiiizi iiiii liulíhi í liyiiliisnfni XVII Skemman frá Varmahlíð í Varmahlíð undir Eyjafjöllum hcfur sama ætt setið að búi allt frá 1785. Þangað flutti þá Jón Vigfússon lögréttumaður frá Fossi á Síðu, er hrakizt hafði undan Skaftáreldum 1783 út að Ásólfs- skála. Kona hans var Sigurlaug dóttir séra Sigurðar Jónssonar í Holti undir Eyjafjöllum, og er ekki að efa, að þær mágsemdir hafa átt þátt í þeirri staðfestu, cr Jón fékk, þar sem var Varma- hlíð. Mágur hans, Páll Sigurðsson, var prestur í Holti 1783. Jón frá Fossi var sonur Vigfúsar lögréttumanns í Skál, Ketils- r.onar prcsts í Ásum, Halldórssonar prcsts á Kálfafellsstað. Ketils- sonr.r prests s. st., Ólafssonar prests og sálmaskálds í Sauðanesi. Jón dó í Varmahlíð 1802. Sonur Jóns, Sigurður stúdcnt, varð bóndi í Varmahlíð 1814. Hafði hann alizt upp hjá móðurbróður sínum, scra Páli í Holti, og síðan hjá ekkju hans maddömu Vil- borgu Guðlaugsdóttur. Sigurður útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla með góðum vitnisburði 1798 en sótti aldrei um prestakall. Hann dó í Varmahlíð 1862. Sonur hans cg fyrri konu hans, Valgerðar Tóm- asdóttur frá Eyvindarholti, Tómas, bjó í Varmahlíð um fulla fjóra áratugi. Kona hans var Sigríður dóttir Einars Högnasonar stúdents í Ytri-Skógum. Tómas dó 1890. Tveir synir hans urðu bændur í Varmahlíð, Einar og Sigurður. Einar hóf þar búskap 1881. Kona hans var Þóra Torfadóttir prcntara í Reykjavík, Þor- grímssonar. Einar dó 1889. Þóra ekkja hans stóð fyrir búi í Varma- 68 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.