Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 82
Sem börn til Guðs vér hefjum hug t ljóði
og himin Drottins sjáum gegnurn tár,
að þú ert héðan hafinn, faðir góði,
mcð heiðurssveig þíns lífs um fölar brár.
Þín dáð, þín sæmd og hugró hjartans mildi
þér hvers manns traust og göfugt álit vann.
Þú jókst með orku, ráð og rausn þitt gildi,
og ró þín sál í trú á Drottin fann.
Þig kveðja börn þín eldri og vngri blíðast,
af ástúð þakka fyrir dæmin góð,
og öldung kveðja aldnir vinir síðast,
þar ást og ræktin vígir tárin hljóð.
Guð lciði þig við hönd þíns sonarsonar,
er sál þín fagnar, þar sem dagur skín,
í dýrðarheimi vorrar beztu vonar
og vefur ljóma óðul hans og þín.
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld.
Ólafur Magnússon var Rangæingur, lcngst bóndi í Vestri-Tungu
i Vestur-Landeyjum. Hann var fæddur n. ágúst 1831, en lézt 19.
janúar 1917 að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, en þar bjó
Guðmundur sonur hans. Önnur börn Ólafs voru: Einar, er dó
um. tvítugt, og Guðrún, húsfreyja Hjalta Jónssonar skipstjóra
(Eideyjar-Hjalta). Ólafur Magnússon var málsmetandi og fyrir-
ferðarmikill bóndi, hann átti sjö jarðir. Þá er Þverá eyðilagði um
aldamótin 1899 Vestri-Tungu, óðal hans, keyptu þeir feðgar Syðra-
Langholt í Hrunamannahreppi og fluttust þangað.
Börn Guðmundar í Syðra-Langholti og Önnu Arnadóttur, konu
hans, voru fimm; af þeim eru á lífi: Ragnhildur gift Einari Sigur-
finnssyni, nú búsett í Hveragerði; Marín gift Gesti Oddlcifssyni
í Reykjavík; Einar þjóðsagnaritari í Reykjavík.
80
Goðasteinn