Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 85

Goðasteinn - 01.03.1970, Qupperneq 85
Ekki man ég fyrir víst, hvaðan Guðný kom, þegar hún var flutt á sveit sína síðast, en minnir þó það vera af sunnanverðum Austfjörðum. Fræðimenn gætu vafalítið rakið feril hennar, þar sem ég held, að hún hafi ekki farið lifandi frá Ketilsstöðum og lifað stutt eftir þetta. Þá minnist ég þess úr bernsku minni á Borgarfirði eystra, rétt eftir síðustu aldamót, að þar var gömul kona, Ingibjörg að nafni, Sigurðardóttir, sem kunni aðra iatínuvísu og þýðingu á henni. Var ekki trútt um, að brosað væri að því, - án þess að gjöra sér far um að grennslast eftir því, hversu rétt væri með farið. En móðir mín, sem var greind og fordómalaus, hirti þýðinguna og hafði mætur á henni. Hún hljóðar svo: Andinn er æ hvar hann vill, útbýtir hverjum sem vill, hvað mikið hverjum, sem vill, og hverja tíð, sem hann vill. Finnst mér liggja í erindinu, að þar sé um fjallað í alvöru. Sögumanni „Goðasteins" kann ég beztu þakkir fyrir að láta stað- festa, að gamla konan, sem hann hafði vísuna eftir, fór rétt með, eftir langa ævi. Þykir mér líka sennilegt eftir gamalli og nýrri reynslu minni, að allar þessar gömlu konur, þrjár, hafi verið trúir og einlægir fulltrúar síns tíma um það að leggja sér vel á minni og telja sér skylt að fara rétt mcð það, sem þeim var sagt og kennt. Það sjónarmið hefir ekki átt upp á háborðið hjá lærdóms- mönnum okkar í seinni tíð og verið rengt mjög af þeim, rétt eins og þeir hafi aldrei þekkt skýrara fólk en svo, að leki viðstöðu- laust út um aðra hlustina á því, það sem talað er í bina, svo skrá þurfi tafarlaust hvert orð af vörum þess, ef þau eiga ekki að brenglast eða týnast jafnótt og þau eru töluð. Hið gagnstæða er þó enn hægt að sanna, m. a. með segulbands- upptökum Þórðar Tómassonar eftir hinum aldna, austfirzka þul, Friðfinni Runólfssyni, á elliheimilinu í Hveragerði og raunar mörgu fleiru, samstofna og svipuðu. Goðasteinn 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.