Goðasteinn - 01.03.1970, Page 86

Goðasteinn - 01.03.1970, Page 86
Þárður Támasson: Úr ýmsum áttum Draugur er tiér - ekki Við mörk milli Stóra-Hofs og Minna-Hofs á Rangárvöllum, upp af bænum á Stóra-Hofi, er kalapparnef úr sandsteini, nefnt Mónef. Hafa margir rist fangamörk sín á það. Guðmundur Guðmundsson bóksali á Eyrarbakka (f. 1849) ólst upp á Minna-Hofi hjá foreldrum sínum, Guðmundi Péturssyni bókbindara og konu hans, Ingigerði Ólafsdóttur. Einu sinni var hann að reka féð upp úr engjunum og dokaði við hjá Mónefinu. Tók hann upp sjálfskeiðung sinn og fór að rista í klöppina. Átti það að verða þessi setning: Draugur er hér ekki. Hann var bú- inn að rista orðin: Draugur er hér, er dimm rödd sagði hátt og skvrt inni í berginu: Fí, fí, fú, fú. Hvur ert þú, þú? Guðmundi brá svo við, að hann hljóp heim til bæjar frá óloknu orðinu ekki. Þar sagði hann frá því, sem fyrir hann hafði borið, en ekki var hann ánægður með að geta ckki lokið verki sínu. Fékk hann í lið með sér Ingvar Ólafsson, sem þá var unglingur á Minna-Hofi cn síðar bóndi þar, cg stóð hann hjá, meðan orðið ekki var rist á klettinn. Bar þá ekkert til tíðinda. Líklegt er, að veður hafi nú afmáð orðin fyrir löngu, en sagan er sönn, heim- ildarmaður, Magnús Ingvarsson bóndi á Minna-Hofi, hafði hana eftir föður sínum cg Guðmundi bóksala og var því ve! að frétt komínn. 84 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.