Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 6
4
dollarar, og var þar um að ræða
4000% hækkun á einum áratug, en
fyrir um tíu árum voru skinnin seld á
aðeins 10 dollara. Og eftir því sem
skinnaverðið hefur hækkað, hafa
fleiri veiðimenn reynt að græða á
þessari skinnaverðhækkun með því
að veiða gaupur í gildrur. Það er því
engin furða á því, að gaupurnar séu
farnar að týna tölunni.
En samt er frjálst að veiða dýr þetta
allt árið um kring í 25 fylkjum. Og í
sex fylkjum eru enn greidd verðlaun
fyrir hverja gaupu sem drepin er. Að
vísu hefur nokkuð verið gert að því í
nokkrum fylkjum að stilla drápinu á
þeim í hóf eða banna það, en slíkt
hefur oftast ekki gerst fyrr en þær
voru orðnar svo fáar, að þeim varð
ekki bjargað frá útrýmingu í fylkjum
þessum.
Verndun þessa dýrs í New
Jerseyfylki hófst árið 1968. En
tilkynnt var um síðasta dráp á gaupu
þar í fylkinu árið 1964. Áður fyrr var
gnægð af gaupum í Pennsylvaníu-
fylki. Verndunarráðstafanir vom
samþykktar þar árið 1971, heilum
áratug eftir að aðeins 8 gaupur höfðu
veiðst í gildrur. Fólk álítur, að það sé
ótakmarkaður fjöldi af gaupum í
Vesturfylkjunum líkt og af vís-
undunum forðum daga, en þar hefur
fækkun þeirra verið svo snögg, að það
kann að verða of seint að binda endi
á hana. Vcrði þessi stjórnlausu dráp
ekki stöðvuð, kann gaupan (Lynx
rufus) að deyja út í Bandaríkjunum,
en það er ekki langt síðan til voru
ÚRVAL
gaupur í öllum fylkjunum (nema
Alaska og Hawai).
Gaupan er sannkallaður snillingur
í að fela sig, og því hefur
almenningur verið seinn að taka eftir
því, að hún er að hverfa. Þrátt fyrir
skærlitar rendur, dökka bletti á
gulbrúnum grunni, hefur gaupan
aldrei verið mjög áberandi. Hver sá
mátti teljast heppinn, sem kom auga
á hana sitjandi uppi í tré eða hverfa
laumulega inn í þéttan gróður á milli
trjánna. Hún vegur sjaldan meira en
30 pund, og hún ersvo liðug, að hún
virðist ekki hafa nein bein. Hún lifir
aðallega á nagdýrum og kanínum og
einstöku sinnum á veikum eða
auðveiddum dádýrum.
Um er að ræða sjö tegundir gaupa
Norður-Ameríku. Jagúarinn lifir nú
ekki lengur villtur í Bandaríkjunum
og tegundunum ocelot og jagurundi
hefur fækkað svo mjög, að þær eru
nú álitnar eiga á hættu, að verða
aldauða þar. Cougar, sem var til í
öllum 48 fylkjunum áður fyrr, hefur
nú verið útrýmt úr öllum fylkjum
nema nokkrum afskekktum héruðum
Vesturfylkjanna. Og kanadiska
gaupan, náskyld þeirri bandarísku,
sem var aðallega í bandarísku
fylkjunum rétt sunnan við landamæri
Bandaríkjanna og Kanada, er nú
næstum alveg að hverfa í Nýja
Englandsfylkjunum og í Wisconsin-
fylki.
Og nú er komið að gauputegund
þeirri, sem ber nafnið „bobcat”.
Hún er oboðslega forvitin og því