Úrval - 01.04.1977, Síða 7
ER AMERÍSKA GAUPAN AÐ DEYJA 0T?
5
auðveld bráð fyrir gildruveiðimenn,
þótt viðvaningar séu. Það þarf ekki
að gera annað en að hengja kanínu-
löpp yfír grafna gildru. Hún getur
ekki staðist að slá í „leikfang”, sem
sveiflast til.
Gauputegund þessi (bobcat) er
með öðrum orðum sérstaklega alið-
veld bráð. Hún er mjög dreifð,
jafnvel þar sem skilyrðin eru
prýðileg. Þar að auki lifa fá af
afkvæmunum yfírleitt fyrsta veturinn
af, enda þótt kvendýrið ræki betur
móðurhlutverk sitt en kvendýr flestra
annarra tegunda. Hún er mjög
móttækileg fyrir ýmsa sjúkdóma og
er þar að auki háð stærð kanínu- og
nagdýrastofnanna. Gaupurnar eiga
fá afkvæmi, meðaltalið er 2,8
afkvæmi hverju sinni, og slíkt dregur
einnig mjög úr fjölgun stofnsins.
Hún getur því ekki bætt sér upp
núverandi fækkun á skjótan máta.
Það má teljast kaldhæðnislegt í
meira lagi, að áhyggjur Bandaríkja-
manna af mögulegri útrýmingu
erlendra dýra af kattarættinni, svo
sem tígrísdýra á Bali, cheetunnar í
Afríku og hlébarðans í Asíu, eiga að
nokkru leyti sök á núverandi
árásarherferð gegn þessum banda-
ríska meðlimi kattarættarinnar.
Þangað til alveg nýlega voru
„bobcatskinn” fyrst og fremst notuð
í fóður, kraga og vettlinga. Fáir vildu
kaupa loðkápu úr skinni þessa dýrs,
því skinnið er lélegt að gæðum.
Löngum hllfðarhárunum hættir til
þess að brotna og losna og setjast á og
í alla hluti. Slík flík endist ekki
marga vetur, nema mjög vel sé farið
með hana. En árið 1969 samþykkti
bandaríska þingið lög um dýra-
tegundir, sem eiga á hættu að verða
aldauða, og lög þau banna innflutn-
ing skinna af þeim dýrum kattar-