Úrval - 01.04.1977, Page 8
6
ÚRVAL
ættarinnar, sem eiga á hættu að verða
aldauða, og er það lofsvert. Til þess
að fylla upp í skarðið, tóku
loðkápuframleiðendur að framleiða
og auglýsa , ,sportIoðkápur og jakka’ ’
(,,fun furs”), sem gerð vom úr
feldum af ýmsum gauputegundum
og jafnvel sléttuúlfum. Og það leið
ekki á löngu þar til flíkur þessar
komust í tísku og verð þeirra
snarhækkaði, (nú kostar kápa úr
„bobcatskinni” um 8500 dollara).
Þar sem það þarf feldi af 10 dýmm í
hverja kápu, var brátt farið að drepa
geysilegan fjölda af gaupum.
Samkvæmt athugun, sem fram-
kvæmd var af hinni bandarísku deild
Villidýraþjónustunnar, fækkaði
,,bobcat”-tegundinni mjög í 14
Vesturfylkjunum á ámnum 1972-
1974. Henni fækkaði um 89% í
Nebraska, 63% í Kansas, 79% í
Montana, 86% í Utah, 76% í
Nevada, 46% í Washington, 50% í
Suður-Dakota og 43% í Arizona.
Þegar verð á skinnum hækkaði upp 1
300-400 dollara, fóru veiðimennirnir
að kvarta yfir lélegri veiði. Á svæðum
þar sem þeir höfðu áður getað veitt
100 gaupurí gildmr, veiddist nú oft
ekkert dýr.
En Fiski- og villidýraþjónusta
bandaríska innanríkisráðuneytisins
varaði fólk ekki við því, að dýr þetta
væri í slíkri hættu. Stofnun þessi
leikur tveim skjöldum. Henni er
uppálagt að vernda þau villt dýr, sem
hætt er við útrýmingu, en jafnframt
er henni falið að draga úr drápi
villidýra á búpeningi bænda. Því
drepa veiðimenn í þjónustu ríkisins
geysilegan fjölda rándýra á hverju ári,
þar á meðal ,,bobcat”-gaupuna.
Samkvæmt þeirra eigin tölum hafa
þeir drepið yfir hálfa milljón af
dýmm þessum síðan 1937. Dýrin
hafa verið áreitt með hjálp hunda,
kastljósa að næturlagi og lyktargildra.
(Það er mótsagnakennt, að stofnun
þessi eyðir líka þúsundum dollara til
þess að láta drepa nagdýr, sem éta
jarðargróða, en nægilegur fjöldi
,,bobcat-gaupa” hefði séð um að
halda fjölda nagdýranna í skefjum.)
Em „bobcat-gaupur” í rauninni
hættuegar sauðfé, svo að nokkm
nemi? Árið 1970 skýrði Landbúnað-
arráðuneyti Wyomingfylkis frá því,
að „bobcat-gaupur” hafi aðeins
drepið 3.5% af heildartölu þeirra
lamba, sem drepin vom af öllum
tegundum villidýra samtals. Jafnvel
þótt sauðfjárbændur ýktu ekki, þegar
þeir halda því fram, að þeir missi
árlega 15% af nýfæddum lömbum,
þá réttlæta 3.5% af þeim fjölda alls
ekki algera útrýmingu „bobcat-
gaupunnar”.
Besta lausnin væri, að Innanríkis-
ráðuneytið lýsti því tafarlaust yfir, að
„bobcat-gaupan” skyldi flokkast
meðal þeirra dýrategunda, sem eiga á
hættu að verða aldauða („endan-
gered”) og skipa svo fyrir, að
drápunum skyldi hætt. „Bobcat-
gaupan” er ekki enn á þessum lista.
Til þess að eiga rétt á að komast á
slíkan lista, verður tegundinni að