Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
Dagblað
án ríkisstyrks
um síðasttalda aðvömnarmerkið:
,,Síðasttalda merkið kemur venjulega
fram nokkrum klukkustundum á
undan raunvemlegu hjartaáfalli.
Verði maður var við slíkt, xtti maður
að reyna að komast undir læknis-
hendur tafalaust.”
Dr. Hackett hefur enn fremur
þetta að segja: ,,Mjög oft er það
maki, vinur eða starfsfélagi, sem er í
bestri aðstöðu til þess að koma auga á
slík tímanleg aðvömnarmerki.” Þess-
ari staðhæfingu sinni til sönnunar
bætti hann við: ,,Fyrir tveim vikum
hringdi Eleanor konan mín í mig og
kvartaði yfir óvenjulegum verk undir
brjósmnum. Henni verður sjaldan
tíðrætt um minni háttar verki, svo að
ég var strax á varðbergi.” Þegar frú
Hackett bætti því svo við, að henni
fyndist handleggirnir vera mjög
þungir, hélt hann strax heim og fór
með hana í sjúkrahús. Skoðun leiddi
í ljós upphaf hjartaáfalls.
í svömm lækna við spurningum
mínum um leiðbeiningar um aðvör-
unarmerki líkamans, komu viss orð
fyrir afmr og aftur: Orðin óvenjulegt,
öðru vísi, ólíkt, breyting. ,, Við erum
ekki að ráðleggja fólki að verða
ofsahrætt við sjúkdóma eða að segja
því, að það skuli hlaupa til læknis, í
hvert skipti sem það fínnur til
einhvers verkjar eða einhverra óþæg-
inda,” segir dr. Howard Ulfelder,
aðstoðarforstöðumaður krabbameins-
þjónusm Hins almenna sjúkrahúss
Massachusettsfylkis, ,,en sé um að
ræða langvarandi eða óvenjulega
breytingu á útliti eða starfsemi
líkamans, ætti að rannsaka slíkt. Þá
em líkur á því, að finnast muni merki
um sjúkdóma á byrjunarstigi, löngu
áður en þeir megna að ógna lífi
ykkar. ” ^ ★
*****