Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 19
HANN HÆTTILIFINU FYRIR BEETHOVEN
17
yflr Bonn. Hasselbach, sem þá var
fimmtugur, var rétt kominn ofan í
loftvarnabyrgið, þegar jörðin tók að
skjálfa undan sprengingunum.
Hundmðum tonna af sprengiefni
rigndi ofan yfír borgina, eldsprengjur
dundu á þökunum. Á örskammri
smndu var öll borgin ólgandi haf
reyks og elda.
, ,Ég verð að fara og vita hvað.er að
gerast,” sagði safnvörðurinn við
konu sína. Án þess að skeyta um
sprengjur eða reyk yfirgaf hann skýli
þeirra og fálmaði sig yfir húsagarð-
inn. Gegnum ryk og öskureyk sá
hann grilla í Beethovenhaus —
þriggja hæða aðalbyggingu með
tveggja hæða garðhúsi, sem lá upp að
því stærra. Minna húsið var hið
raunvemlega heimili Beethovenfjöl-
skyldunnar.
Hasselbach sá bjarma fyrir eldi á
þaki garðhússins, rétt upp af
þakherberginu, sem Ludwig van
Beethoven var fæddur í. Hann
hraðaði sér inn í aðalhúsið og hljóp
upp stigann. Hann teygði sig út um
glugga aftan til á húsinu, greip
hvæsandi íkveikjusprengjuna og kast-
aði henni ofan í garðinn. Um leið sá
hann, að tvö í viðbót af þessum
skelfilegu állim römm lágu á þakinu
lengra burtu en hann gat seilst. Hann
skalf og nötraði frá hvirfli til ilja,
þegar hann skreið út um gluggann og
út á bratt þakið. Þótt hann svimaði
og reykurinn ætlaði að kæfa hann
heppnaðist honum að kasta þeim
sprengjum líka niður.
Næsm hús og meiri hluti Bonn-
gasse stóðu nú í björm báli, og það lá
við, að Hasselbach örvænti. Hann
vissi, að ekkert slökkvilið kæmi,
meðan árásin stæði yfir. Og það var
ekki sálu að sjá á götunni. Nú var !
hver sjálfum sér næstur. Það var
enginn annar en Hasselbach, sem
hafði áhyggjur af Beethovenshúsi.
,,Herm upp hugann! Þrátt fyrir
veikleika líkama míns skal andi minn
ríkja....” Þessi Beethoventilvitnun
flaug í gegnum huga Hasselbachs.
Hann hrópaði í konu sína og bað
hana að koma í flýti.
Næsm níu endalausa klukkkutíma
bám Anna og Heinrich Hasselbach
vatn í fömm neðan úr kjallara upp á
efstu hæð, til þess að gegnbleyta múr
og tréverk. Umrótið var næstum