Úrval - 01.04.1977, Side 31
29
HERTU UPP HUGANN, MÝSLA LITLA!
Þessar sýrur hafa verið framleiddar
í þeirri stofnun sovésku Vísinda-
akademíunnar er annast rannsðknir á
sviði lífrænnar efnafræði og þær hafa
gert það mögulegt að lengja ævi
tilraunadýra um 30-40%. Það er álit
vísindamanna að þær upplýsingar
sem þegar hafa fengist gefi fyrirheit
um að þessi efni verði almennt notuð
í læknavísindunum, þegar nákvæm-
um rannsóknum er lokið.
HÆTTULEGUR ÁKAFI
Að sögn Vladimirs Dilmans,
prófessors í Leningrad, eru aðeins sjö
af þeim þúsundum sjúkdóma sem
hrjá mannfólkið valdir að dauða á
miðjum aldri eða þar yfir: ofíita,
krabbamein, æðakölkun, sykursýki,
þunglyndi (mental depression), efna-
skiptasjúkdómar og hár blóðþrýst-
ingur. Dilman útskýrir alla þessa
sjúkdóma út frá kenningu sinni um
,,aukna spennu”.
„Elli og ellisjúkdómar” — segir
hann — ,,eru ekki eins mikið í
tengslum við slokknun ýmissa hluta
mannslíkamans, eins og aukna
starfsemi þessara hluta. Þetta ákvarð-
ast af þróunaráætlun sem er erfða-
fræðilegs eðlis. Fram að vissu marki
er líkaminn í vexti og þá verða orku-
aðlögunar- og kynferðisferli hans
stöðugt virkari, vegna þess að það er
undirstaðan fyrir vexti líkamans.
Síðar, þegar líkaminn er hætmr að
vaxa, halda þessir þættir starfsemi
hans áfram að eflast og að lokum
kemur þetta róti á jafnvægi innra
umhverflsins. Þróunaráætlunin
breytist í hrörnunarferli og sjúk-
dóma, sem að mestu leyti eiga rót
sína að rekja til þessa yfirdrifna
„ákafa”.
Dilman gengur út frá þessari
tilgám og álítur að í baráttunni gegn
hrörnun þurfi að einbeita kröfmnum
að tímanlegri bælingu á viðkomandi
starfsemi.
Þetta em aðeins þrjár af mörgum
tilgámm sem sovéskir vísindamenn
em nú að rannsaka í sambandi við
hrörnunarvandamál. Þeir telja að
breytingin sem átt hefur sér stað á
aldursmynstri fólks, sú staðreynd að
fólk verður eldra nú en áður, sé
hlutlægur raunvemleiki okkar daga.
★
*******
AEROFLOT: 100 MILLJONIR FARÞEGA
Heildarvegalengd flugleiða sovéska flugfélagsins Aeroflot nema nú
900.000 km að því er Boris Bugajev, flugmálaráðherra Sovétríkjanna,
hefur skýrt fréttamönnum frá. 3600 borgir og byggðir í Sovétríkjunum
em nú tengd saman með flugsamgöngum. Flugvélar Aeroflot fluttu
100 milljónir farþega á sl. ári. Ekkert annað flugfélag í heimi flymr svo
marga ferðamenn á einu ári.