Úrval - 01.04.1977, Side 34
32
ÚRVAL
Furðuleg slysni varð til þess, að flotaþotan,
sem óskapleg leynd hvíldi yfir, steyptist niður
á botn Norður-Atlantshafsins og varð þannig
til þess, að unnið var björgunarafrek, sem á
sér enga hliðstœðu í gervallri sögu sjómennsk-
unnar.
— David Reed —
LEITIN
AÐ
TÝNDA „FRESSNUM”
mm<mi
*
*
*
H
*****
ið risavaxna flugvélamóð-
urskip ,John F. Kenne-
dy” klauf úfnar öldur
Norður-Atlantshafsins,
eftir því fylgdu
en a
rússnesk njósnaskip. Flugvélamóður-
skipið var eitt af 200 skipum, sem
þátt tóku í flotaæfingum, sem báru
heitið „Hópvinna 76”. Ætlunarverk
þess þennan hvassviðrisdag í septem-
ber síðastliðnum var að skjóta á loft
heilum hóp af F-l4 þotum, sem báru
heitið „Fressköttur” og mesta leynd
hvíldi yfir. Þær voru búnar Fönix-
flugskeytum og áttu að sjá um varnir
gegn ímyndaðri árás á flotann.
Það gekk vel að skjóta þotunum á
loft, þangað til þotu þeirri, sem bar
númerið 159588 skyldi skotið á loft.
Flugmaðurinn ók henni að einum
flugtakspalla skipsins. Skyndilega var
annar eða báðir hreyflar hennar
komnir í næstum fullan gang.
Flugmaðurinn, John Kosich liðsfor-
ingi, frá Virginia Beach í Virginíu-
fylki, steig fastar á hemlana, en
þotan lét ekki að stjórn heldur rann
hratt að brún flugþilfarsins. Kosich
togaði í ýtihandfangið og hann og
aðstoðarmaður hans þeyttust 300 fet
upp á við, reyrðir niður í sæti sín. Svo
opnuðust fallhlífarnar og mennirnir