Úrval - 01.04.1977, Síða 35
LEITINAÐ TÝNDA ,,FRESSNUM’
33
svifu heilir á húfi niður á þilfarið. En
þotan rann fram af þilfarsbrúninni
og hvarf í öldur Atlantshafsins og
sökk fast að 600 metra til botns 75
mílum norðvestan við Orkneyjar
norðan Skotlands.
„NÁIÐ ÞEIM AFTUR!” '• Yfir-
menn bandaríska flotans voru sem
þrumu lostnir. Það var nógu slæmt
að missa þotu, sem kostaði 14
milljónir dollara. En það voru tvö
rússnesk beitiskip af Kresta II gerð og
sjö rafeindanjósnaskip frá Austan-
tjaldslöndum á næsm grösum, sem
fylgdust öll náið með flotaæfing-
unum, og sum þeirra sáust jafnvel frá
,John F. Kennedy”, þegar slysið
varð. Stjórnendur þeirra þurftu
aðeins að láta skrá nákvæma stað-
setningu flugvélarinnar. Svo gætu
skipin komið á vettvang síðar hvenær
sem var og reynt að ná bæði þotunni
og flugskeytinu af hafsbotni.
Rússarmr höfðu góða ástæðu til
þess að vilja fá tækifæri til þess að
skoða þotu þessa og hið nýja skot-
stjórnkerfi hennar, sem var rafeinda-
kerfi, sem mikil leynd hvíldi yfir og
bar heitið AWG-9. Með þessu kerfi
er hægt að fylgjast með 24
skotmörkum samtímis og veita
ýtarlegar upplýsingar um hvert þeirra
og skjóta allt að 6 Fönix-flugskeyt-
um, þannig að það líði aðeins
þúsundasti hluti úr sekúndu á milli
skotanna. Kerfið býr einnig yfir alveg
einstökum möguleika til þess að
senda rafeindamynd af átökunum til
flugvélamóðurskipsins, þar sem
aðalbækistöðin er, ,
Fönix-flugskeytið., , sem mesta
leynd hvílir yfir, er stórkostlegt
rafeindaafrek. Það er alveg sama,
hversu mjög stjórnendur óvinaflug-
vélar eða flugskeytis reyna að gera
slóð sína ógreinanlega með alls kyns
krókum. Fönix-flugskeytið finnur
samt skotmarkið og sprengir það í
tætlur. Þetta flugskeyti kostar hálfa
milljón dollara og dregur yfir 160
kílómetra. Viðbrögðum flotayfir-
valda við þeim hugsanlega mögu-
leika, að bæði flugvélin og flugskeyt-
ið glötuðust, verður best lýst með