Úrval - 01.04.1977, Qupperneq 36

Úrval - 01.04.1977, Qupperneq 36
34 ÚRVAL orðum þeim, sem aðmíráll einn lét sér þá um munn fara: ,,Við verðum að ná þeim aftur.” Margir yfirmenn efuðust um, að slík þjörgun væri gerleg. Slysið varð 14. septemþer. Nú var veturinn að nálgast, og veðrið á hinu ókyrra Norður-Atlantshafi mundi nú versna með degi hverjum. Þeir álitu, að þessu yrði að vera lokið fyrir 1. nóvember, því að það væru allra síðustu forvöð. Eftir það yrði sjórinn að öllum líkindum of úfínn til þess, að unnt yrði að halda slíkri starfsemi áfram. Yfírmenn í brúnni á ,John F. Kennedy” höfðu gert nákvæmar hnattstöðumælingar, þegar þotan sökk, en enginn gat sagt um það með vissu, hvert hafstraumar kynnu að hafa borið hana á leiðinni niður að hafsbotni. Og jafnvel þótt þeir fyndu þotuna, yrði mjög erfítt að lyfta henni í þessum úfna sjó. Samt var ákveðið að hefjast handa um björgunarstarfíð, og þannig hófst björgunarstarf, sem á sér enga hliðstæðu í gervallri sögu sjómennsk- unnar. SJÓRINN VAR „SLEGINN” LÍKT OG GRASFLÖT. Um miðnætti 21. september, viku eftir að þotan sökk, sigldi bandarískur dráttarbátur, ,,USS Shakori”, niður eftir Clyde- firðinum í Skotlandi og stefndi til hafs, enda var dráttarbátur þessi haffær. Dráttarbáturinn kom á áætl- aðan stað þrem dögum síðar og lét tafarlaust síga niður ,,físk”, sem var sívalur að lögun og festur var í endann á 2.4 km langri vírtaug. Með hjálp hljóðskynjunarmerkja átti ,, , ,fiskur’ ’ þessi að ná til 366 m breiðs svæðis á hafsbotni og að senda ýtarlega mynd af því til myndprent- unartækis uppi í brú „Shakori”. Nú hófst mikill reynslutími fyrir „Shakori”. Dráttarbátnum var siglt fram og aftur um svæðið, líkt og maður stýrir sláttuvél fram og aftur eftir garðflötinni síðdegis á sunnu- degi. Mennirnir í brúnni litu ekki af myndprentunartækinu, þar sem nýj- ar myndir af hafsbotninum birtust stöðugt með hjálp hljóðskynjunar- tækisins. Öðru hverju komu vind- hviður, sem náðu allt að 40 hnútum, og öldurnar urðu allt að 6 metrar á hæð. „Shakori” valt allt að 35 gráðum á báða bóga. Það var næstum ómögulegt að festa blund. Það varð að festa stjórnanda hljóðskynjunar- tækisins við stólinn, sem hann sat á. Skipið skall svo hart niður í dýfunum, að hnoð rifnuðu úr plötum, leki kom að því og það varð að dæla stöðugt. Jafnvel þeir af áhöfninni, en hún var 71 talsins, sem losnuðu við sjóveikina, urðu rauð- eygðir af svefnleysi og úttaugaðir af þreytu. Dagarnir liðu. Og „Shakori” fann ekki neitt. 3. október, 10 dögum eftir að leitin hófst, varð Robert Kutzleb, 52 ára gamall sjóbjörgunarsérfræðingur, sem hafði yfírumsjón með björgun- arstarfinu og var reyndar ekki í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.