Úrval - 01.04.1977, Side 40
38
ÚRVAL
80 mílna leið, þangað til hún var
komin á grunnsævi. Og þrem mílum
úti fyrir Orkneyjum, á aðeins 41
metra dýpi, köfuðu tveir vesturþýskir
kafarar og festu stálvír um framend-
ann á þessari eftirsóttu flugvél, sem
var svo erfitt að festa hendur á.
11. nóvember, næsmm 2 mánuð-
um eftir að þotan hafði steypst í hafíð
af flugþilfari ,John F. Kennedy,”
stakk hún trýninu upp úr haffletin-
um. Gibson sendi svohljóðandi
orðsendingu með hjálp sendistöðvar
til flotabækistöðvanna í Lundúnum:
„Fresskötturinn er kominn í búrið
aftur.”
Á frostköldum morgni, 13. nóv.
árið 1976, var vesældarlegri ,,járn-
hrúgu” skipað upp á hafnarbakka í
flotastöð breska flotans í Rosyth
nálægt Edinborg. Þetta voru leifarnar
af þotu nr. 159588. Þaðan átti svo að
senda þotuna til Norfolk í Virginíu-
fylki til þess að rannsaka þar orsakir
slyssins. Allt björgunarstarfið hafði
kostað 2.4 milljón dollara, sem var
lágt verð fyrir að halda þotunni og
hinum ómetanelgu leyndardómum
hennar í höndum Bandaríkjamanna.
★
'KitLÆígilí.
VjV VjV VfV
Fflátur í sólskininu rekur veturinn úr andlitum mannanna.
Victor Ffugo
Sá sem einskis spyr veit annaðhvort allt eða ekkert.
Malcolm S. Forbes.
MOSKUSUXAR AÐLAGAST TÚNDRUNUM
Moskusuxinn er samtímadýr mammútsins. Moskusuxar voru fluttir
til norðurhéraða Sovétríkjanna frá Kanada 1974 og Alaska 1975. Þeir
hafa aðlagast vel hinum nýju heimkynnum. Þar sem ættingjar þeirra
áttu heima á fyrri tíð.
Jafnvel hin harðgem hreindýr norðurslóða flytjast búferlum á
veturna frá Taimírskaga norðan við heimskautsbaug suður á bóginn til
frumskógatúndranna. Moskusuxinn heldur kyrm fyrir á sömu slóðum
yfir vemrinn. FFreindýrin þurfa að hafa mosa á veturna en
moskusuxinn bítur árið um kring stargresi og hrískjarr. Á sumrin flýja
hreindýrin til strandar til þess að hafgolan reki á burt moskító-
flugurnar, en moskusuxarnir virðast alls ekki taka eftir moskltó-
flugunum. FFvorki heimskautafrostið né broddur moskítóflugunnar
virðast vinna á þykkri ull þeirra.
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins þarna á norðurslóðum hefur
eftirlit með aðlögun moskusuxanna á Taimirskaga.