Úrval - 01.04.1977, Síða 42
40
URVAL
Fjárhœttusþila- og veðmálaœði fer nú um
Bandankin eins og eldur í sinu, og hafa
stjórnarvöld margra fylkja, hreppa og borga
nú gert þessa starfsemi, sem var áður forboðin
synd, löglega í æ ríkara mæli. Er ávinningur
þessara lagabreytinga þess virði, að svo miklu
sé hætt? Það er vafamál.
FJ ÁRHÆTTUSPIL VERÐA
LÖGLEG
AÐ MÁ SEGJA, AÐ
Atlantic City í New
Jerseyíylki sé enn altekin
ífe sælukennd frá því .
nóvember síðastliðnum.
þegar mikill meiri hluti kjósenda
samþykkti tillögu um að gera
fjárhættuspil í spilavítum að löglegu
athæfi á þessum aldna , niðurnxdda
baðstað á austurströndinni. Síðan
hefur fé streymt til borgarinnar eins
og það hefði fundist gull undir
óhreinum sandinum á baðströndum
hennar. Að vísu mun fyrsta rúlettu-
hjólið ekki taka að snúast fyrr en eftir
ár, en NewJerseybúar iða blátt áfram
af tilhlökkun yfír þeim stóraukna
straumi skemmtiferðamanna, sem
þeir búast við. Verð á fasteignum og
lóðum í miðborginni hefúr hækkað
um 200% eða jafnvel meira og
spámenn spá því nú, að fjárhættuspil
og veðmálastarfsemi muni færa
fylkinu næstum 18 milljónir dollara í
nýjum tekjustofnum árlega, þegar
komið verður fram á árið 1980 og að
sú tala muni hækka upp í 30
milljónir um 1985.
Það, sem hefur gripið íbúa
Atlantic City og alls New Jerseyfylkis
og reyndar stóran hluta þjóðarinnar
heljartökum, er sú staðreynd, að
— Stytt úr Time —