Úrval - 01.04.1977, Síða 43
FJÁRHÆTTUSPIL VERÐA LÖGLEG
41
fjárhættuspil eru nú óðum að verða
löglegt athæfi, en starfsemi þessi
malar gull í störum stíl, veitir atvinnu
og verður ekki mikið fyrir barðinu á
efnahagslegum samdrætti. Á fyrri
hluta sjöunda áratugsins voru það
næstum eingöngu veðmál á veð-
reiðabrautum, sem vom lögleg
samkvæmt lögum ýmissa fylkja. Nú
eru fjárhættuspil í einhverri mynd
orðið löglegt í 41 fylki. í síðustu
kosningum var það samþykkt í
almennri atkvæðagreiðslu kjósenda í
fimm fylkjum, að leyfa skyldi ýmiss
konar ný fjárhættuspil og veðmála-
starfsemi allt frá spilavélum til bingo,
hundaveðhlaupa og spilavíta.
Eftir því sem fleiri slík lög eru
samþykkt, hafa yfirvöld hinna ýmsu
fylkja æ meira vakandi auga á
þróuninni í öðrum fylkjum, líkt og
spilamenn í pókerspili, þar sem
engin takmörk eru fyrir því, hvað má
leggja undir. Það virðist til dæmis
vera þannig ástatt með öll þau 13
fylki, sem reka einhvers konar
happdrætti, (en Vermont mun brátt
fylgja dæmi þeirra), að einhvers
konar happdrætti er rekið í að
minnsta kosti einu nágrannafylkinu.
Ráðamenn New Jerseyfylkis bám
fram þær röksemdir árið 1970, að
fyrst happdrætti væm rekin af New
Yorkfylki og margir íbúar New
Jerseyfylkis tækju þátt í þeim, þá væri
það ' réttara að reyna að halda
peningunum kyrmm í fylkinu með
því að hefja rekstur happdrættis þar.
Hið sama gerðist, hvað snertir veðmál
utan veðreiðavalla, hjá veðmangara-