Úrval - 01.04.1977, Síða 65
63
HVERS VEGNA ERU MENN AÐ HRHRHRHRJÓTA?
sérstaklega gefín fyrir að hrjóta, segir
tal- og heyrnarfræðingur, sem hefur
skrifað heila bók um hrotur. Hann
telur líka, að jafn margar konur hrjóti
og karlar. Aldur, ofnæmi, bólgnar
nasaholur, missmíði á nefinu, falskar
tennur, sem sitja illa, og miklar
reykingar, drykkja og jafnvel át gera
hroturnar harkalegri. Vissulega eru
ekki allir hrjótarar of feitir, en
nægilega margir til þess að ekki er
fásinna að láta sér detta í hug, að það
sé visst samhengi í milli.
Hrotur geta líka verið viss viðvömn
— ef sá, sem hrýtur, er líka fjarska
þreyttur allan daginn. Ef sá, sem
það á við myndar við og við eins og
sprengingarhljóð innan um hroturn-
ar, og andardrátturinn stöðvast
raunverulega, er hætta á ferðum.
Andateppa af þessu tagi getur staðið
frá nokkmm sekúndum upp í tvær
mínútur. Hún reynir mjög á hjartað
og getur valdið hækkuðum blóð-
þrýstingi og hjartasjúkdómum.
Af þessum sjúkdómi þjást aðeins
tiltölulega fáir, en 90 prósent þeirra,
sem af honum þjást, em karlar.
Einasta varanlega lausnin á honum er
skurðaðgerð, þar sem gert er gat á
barkann til að anda í gegnum.
En hinar venjulegu, pirrandi
hrotur em nokkuð allt annað, og við
þeim em mörg góð ráð, sem hægt er
að veija á milli:
Sjálfsdáleiðsla. Hrotur má lækna
með eins konar sjálfsefjun. Hrjótar-
inn verður að segja við sjálfan sig:
,,Ég ætla ekki að hrjóta í nótt.”
Hann verður að fá einhvern annan
til að ýta við sér, um leið og hann
byrjar að hrjóta, og áður en hann
sofnar aftur, verður hann að einbeita
sér að því að ná valdi yfir hromstöðv-
unum, vöðvunum í kokinu. Sérfræð-
ingur, sem hefur meðhöndlað marga
hrjótara, hefur sjálfur notað ,,hundr-
uð klukkustunda’ ’ til að æfa sig í því,
sem hann kallar „þröskuldarsvefn”:
Að halda sig á mörkum svefns og
vöku. Þannig gat hann haldið
munninum lokuðum og hraut ekki.
Eftir að hafa æft þetta nógu lengi gat
hann falið undirvitundinni það
verkefni að halda munninum afmr.
Hrotuboltinn. Þessi aðferð var
notuð á síðusm öld, þegar málmkúl-
ur vom saumaðar aftan í náttskyrmr
hermannanna til þess að koma í veg
fyrir að þeir svæfu á bakinu, en það
er helsta hrotustellingin. í staðinn
fyrir málmkúlur má nota tennisbolta,
sem troðið er ofan í sokk sem nældur
er á náttfatajakkann. En þetta hefur
einn margprófaðan ókost: Snjallir
hrotumenn geta sofið á hverju sem er
og komast sennilega fljótt að því, að
það sé hrein nautn að hrjóta á
tennisbolta.
Eymatappar. Þeir em einkum
ætlaðir bólfélaga hrjótarans og em
gerðir úr gúmmíi, plasti eða vaxi.
þeir geta verið ágæt vörn fyrir
djúpum hrotum, en em ófullnægj-
andi, þegar hrotið er á háu nótunum.
Þannig hrotur geta komist upp í 69
desíbel og slaga þannig hátt upp f
loftpressur, sem notaðar em til að