Úrval - 01.04.1977, Side 66
64
ÚRVAL
brjóta upp malbik og steypu, en
hávaði þeirra er milli 70 og 90
desíbel.
Koddar. Hrjótarinn lætur venju-
legan kodda fast upp að hökunni, svo
hann haldi munni hans aftur. Hægt
er að halda koddanum á sínum stað
með því að leggja yfír hann aðra
höndina eða báðar, og þannig er
hægt að sofa hljóðlaust svo tímum
skiptir.
Mismunandi háttatími. Það er oft
hjálp fyrir hrotufórnarlambið —
þann sem hrotið er að — að vera
sofnaður, áður en bólfélagi hans
upphefur hrotur sínar. Flest fórnar-
lömb kvarta nefnilega undan því, að
þau geti ekki sofnað fyrir hávaðan-
um; færri virðast vakna við hann eftir
að þeir eru sofnaðir.
Uppskurður. Þetta er ráð, sem ekki
er hægt að grípa til nema í neyð, og
aðeins ef um er að ræða galla í
öndunarfærunum, svo sem missmíð á
nösum eða koki. Mjög fáir skurð-
læknar fást þó til að skera upp við
þessu, nema missmíðin hafí einnig
annars konar vandamál í för með sér
en hrotur.
Nokkrir sérfræðingar telja, að
rifrildi hjóna um hrotur séu ekki
annað en vísbending um alvarlegt
vandamál í samskiptum þeirra. Aðrir
halda því fram, að hrotur stafí af
vanmetakennd eða vonbrigðum. En
það getur líka verið, að menn hrjóti
af hamingju. Á sama hátt og
hvolpurinn elskar matinn sinn, elskar
sá sem hrýtur svefninn sinn. Hann
er, með öðrum orðum, sáttur við
sjálfan sig og umheiminn.
OG ÞÁ SITJUM við enn x sömu
sporum. Vísindamennirnir eru ó-
sammála. Ef þú þykist hafa fundið
lausnina, skaltu skrifa bók. Það er
óhugsandi annað en að það verði
metsölubók. Allur heimurinn bíður
hennar — og hrýtur hástöfum á
meðan!
★
VjV VjV VIV /TV
Ungi presturinn var að ávíta konuna sína fyrir að brjóta loforð um
að kaupa ekki nýjan kjól. , ,Það hlýtur að hafa verið djöflinum að kenna
muldraði hún. „Hann freistaði mín.”
,,Þú áttir að segja: Farðu aftur fyrir mig Satan, ’’ svaraði presturinn.
,,Ég gerði það,” svaraði hún, ,,en hann hvíslaði yfír öxlina á mér:
Hann fer þér dásamlega að aftan líka. ”
B.B.
Sjúklingur hjá sálfræðingnum þar sem hann liggur á afslöppunar-
bekknum: „Læknir það tekur mig enginn alvarlega.”
Læknirinn: ,,Þú ert að gera að gamni þínu.”