Úrval - 01.04.1977, Qupperneq 76
74
ÚRVAL
nefnda. Washington var hundrað
sinnum hærra en hann hafði látið sig
dreyma um að ná og hann beindi
orku sinni að því að verða þar um
kyrrt. Launin hentuðu honum vel,
risnan var ágæt, baunasúpan í
veitingastofu þingsins ljúffeng, og
klipping með afslætti var ekki annað
en það sem fulltrúi Fólksins verð-
skuldaði. Þetta var gott land og hann
hafði komist í góða stöðu. Henni
ætlaði hann að halda.
En honum varð á í messunni að
einu leyti. Hann var of smámuna-
samur. Hann sendi kjósendum
sínum allt það fræ, sem hann gat
komist yfir ókeypis og hélt nákvæma
skýrslu yflr það hverjum hann sendi
Árbók landbúnaðarins á hverju ári —
hver bók persónulega árituð af
honum — það er að segja ritara hans
— en það var honum ekki nóg. Hann
fann upp kerfi, sem hann taldi að
myndi tryggja honum þingsætið um
aldur og ævi.
Hann gerðist áskrifandi að öllum
fréttavikublöðum kjördæmisins, þar
á meðal blaðinu mínu, The Oat Hill
Gazette. Svo réði hann sérstakan
ritara til þess eins að lesa öll þessi
blöð, ná út eins mörgum nöfnum og
mögulegt væri og gefa honum
vélritaða skýrslu um þessi nöfn ásamt
ástæðunni til þess, að þau voru
nefnd.
Ef einhver í kjördæminu gekk í
hjónaband, sendi Caxton þingmaður
þegar í stað heillaóskabréf og
gestapassa að fulltrúadeildinni. Þegar
það er hafi í huga, að fæstum
brúðkaupum á okkar afskekkta
útkjálka er fagnað sem stórtíðindum í
stóru dagblöðunum, er augljóst að
það að fá persónulegt heillaóskabréf
frá þingmanni kjördæmisins í hinni
fjarlægu Washington yljaði honum
góðar tilfinningar í brjóstum brúð-
hjónanna. Það gaf þeim nokkuð að
spjalla um þegar þar að kom að þau
uppgötvuðu að það var eiginlega
ekkert að spjalla lengur, kannski á
öðrum eða þriðja degi hjónabands-
ins.
Hvað sem henti, gott eða slæmt,
brotinn fótur, nýr brunnur, verðlaun
á hátíðasamkomu, dauðsfall í fjöl-
skyldunni, fyrsti bómullarballinn eða
tvíburakálfar — ef nafnið komst í
einhvern smásnepilinn, fékk við-
komandi notalegt bréf frá þing-
manninum. Enginn tekur það illa
upp, þótt hann fái persónulegt bref
með hamingjuósk ef hann hefur
áunnið eitthvað eða með samúð, ef
hann hefur orðið fyrir skakkafalli.
,Ja, hérna, þetta gat nú kallgreyið
látið ógert,” myndu kjósendur segja.
Honum taldist til að á meðalári
myndi hann skrifa fimm þúsund bréf
til kjósenda sinna, og áleit að þetta
kerfi myndi leiða til uppáhalds, sem
héldi honum í þingmannsstöðunni
ævilangt.
Nú hljóta allir að skilja hvers vegna
ég fékk samúðarbréf vegna hné-
skurslunnar og rifnu buxnanna.
Þegar The Gazette var fullprentað
þessa viku stöðvaði Clyde pressuna,