Úrval - 01.04.1977, Blaðsíða 86
84
URVAL
Allt, sem hann snertir, er stórkostlegt. Hann er
að eigin sögn ,,fallegasti og mesti” þunga-
vigtarmeistari allra tima. Muhammed Ali,
fæddur Cassius Clay, er líka þekktasti, dáðasti,
hataðasti og umdeildasti og — á allan hátt —
óvenjulegasti hnefaleikamaður allra tíma.
Höfundur bókar þeirrar, sem hér fer á eftir,
hefur fylgt Ali eftir stðan snemma á ferli hans.
Hér rifjar hann upp stórkostlega sögu þessa
manns, hið skoplega og hið alvarlega, og hinar
fjölmörgu hliðar þessa furðulega og á margan
hátt snjalla manna.
morgunkyrrðinni stundu
^ fyrir dögun stóðu tveir
svartir, bandarískir menn
j & augliti til auglitis í
***** lokaþæcci áhnfamikik
atriðis undir fölnandi, afrískum
mána. Milljónir manna um allan
heim fylgdust með þessu atriði í
sjónvarpi. Yngri maðurinn, þunga-
vigtarmeistari heimsins í hnefaleik-
um, hvessti augun á andstæðing sinn
með svip, sem ekkert sýndist boða
annað en þjáningu og dauða. En
eldri maðurinn, sem eitt sinn var
meistari sjálfur, sýndi engan ótta.
Hann sagði lágt: ,,Þú hefur heyrt um
mig síðan þú varst ungur. Þú hefur
elt mig síðan þú varst lítill drengur.
Nú er komið að þér að kynnast mér,
ofjarli þínum og meistara!”
Loftið var mettað táknmáli og
goðsögnum. Einu sinni var þetta
land kallað Belgíska Kongó, og það
var dæmigert fyrir arðrán nýlendu-
stefnunnar. Nú hér það Tsaíre, og
sjálfstæði þess var keypt fyrir blóðuga
borgarastyrjöld.
Og þennan morgun, 30. október
1974 varð stjórn Tsaíre stjórna fyrst til
þess að auka veg og virðingu
hnefaleikanna, með heimsmeistara-
keppni í höfuðborginni, Kinshasa.