Úrval - 01.04.1977, Side 87
85
Já, hvorum hnefaleikaranna hafði
verið heitið fimm milljónum dollara í
verðlaunJ
Seinna í þessari lotu hrakti
Foreman; Ali út í kaðlana og lét
'En AIi gerði lítið úr áhlaupinu með
því að láta þyngstu högg Foremans
skoppa á öxlum sér og handleggjum.
Hnefaleikaspekingar utan við hring-
inn urðu áhyggjufullir. Ali dansaði
ekki. Hann hnykkti sér bara til
hliðanna á víxl. Hann danglaði frá sér
með hægri hendinni, hættuleg
aðferð á móti barsmíðamanni eins og
Foreman, vegna þess að það opnaði
honum leið til gagnhögga. Og hann
leyfði Foreman að knýja sig út að
köðlunum og láta höggin dynja —
hann var greinilega að láta Foreman
sóa þrótti sínum. En Ali var sjö árum
eldri en Foreman og það sýndist
ólíklegt, að þessi brella myndi duga.
En það voru axlir og handleggir
Alis, sem tóku við höggum Fore-
mans, engir hættulegir staðir, og
kaðlarnir, sem hann hallaði sér upp
að, gerðu sitt til að draga úr högg-
kraftinum. Foreman, sem hafði búið
sig undir að berjast við dansandi
andstæðing, var nú allt í einu farinn
að láta höggin ríða á kyrrum skrokki,
sem ekki virtist hafa neina löngum til
að sleppa frá honum. Og Ali gaf
honum hægri handar högg á móti,
hraðari en hann gat sjálfur svarað
þeim, og ögraði honum gegnum
munnverjuna: ,,Þú ert bara amatör,
George. Sýndu einhver tilþrif!”
Þegar kom að fimmtu lotu, var
andlit Foremans orðið bólgið og
fótaburðurinn hægur og þunglama-
legur. Hann var farinn að þreytast.
Nú var að duga eða depast, hann
varð að leggja sig allan fram: Berja
með báðum höndum, gefa,
,,húkka” beggja megin frá. Hann lét
höggin dynja á andliti Alis og kvið.