Úrval - 01.04.1977, Qupperneq 91
„ÉGER MESTUR!
89
sinnar: „Mamma, fannstu pappírs-
miða í buxunum mínum?”
Odessa Grady Clay var falleg kona.
Hún dekraði við eldri son sinn. Nú
kinkaði hún kolli. Hún hafði tekið
miðann úr vasa hans áður en hún
setti buxurnar í þvott. Á mánudags-
kvöldið var Cassius mættur í
leikfimihúsinu.
Joe Martin var umferðarlögreglu-
þjónn. Hann hafði hafnað stöðu-
hækkunum í lögreglunni til þess að
geta helgað hugðarefni sínu meiri
tíma. Og hugðarefni hans var hnefa-
leikar. Hann naut þess að vinna með
unglingunum í fimleikahúsinu. Þar
að auki var hann framleiðandi
boxþáttanna, sem Cassius hafði séð í
sjónvarpinu. í krafti þess starfs gat
hann látið strákana hafa fjóra dollara
fyrir leikinn og tryggt þeim nokkra
frægð af að koma fram í sjónvarpi.
Þegar Cassius Clay var að undirbúa
fyrstu sjónvarpskeppni sína, aðeins
þrem mánuðum eftir að hann kom
fyrst í ógáti inn í fimleikahúsið, kom
fram það sem síðar átti eftir að
einkenna hann: Ódrepandi vilji til að
auglýsa sig. Heila viku ráfaði hann
um Louisville og kvaddi dyra í
ókunnugum húsum eða stöðþvaði
menn á götum úti: ,,Ég er Cassius
Clay, og ég á að keppa í hnefaleikum
í sjónvarpinu. Ég vona að þú horfir á
það.” Ef dyrunum hafði ekki verið
skellt á hann, þegar hér var komið,
hélt hann áfram að segja frá því á
hvaða degi útsendingin væri, á hvaða
tíma og hvaða rás. Loks tilkynnti
hann að hann myndi sigra.
Mörgum árum síðar, eftir að Clay
var orðinn heimsmeistari í þunga-
vigt, upplýsti Joe Martin að í fyrstu
hefði enginn nema Cassius Clay
sjálfur talið hann hafa mikla
hnefaleikahæfileika. ,,Hann var bara
venjulegur strákur — dálítið góður
með sig — en hann lagði harðar að
sér en nokkur annar þeirra hundraða,
sem ég kenndi. Hann tók engum
úrtölum. Það var augljóst, að hann
myndi einskis láta ófreistað til að
komst á tindinn.”
Atján ára Cassius Clay við þjálfun
ásamt bróður sínum, Rachaman
Clay, 16 ára, fyrir ólympíuleikana
1960.