Úrval - 01.04.1977, Side 97
,,ÉGER MESTUR!"
95
úrslitaleikjum í meistarakeppni. Um
sama leyti var fullkomnuð sú
rafeindatækni, sem gerði kleift að
beina lokuðum sjónvarpskerfum að
svo að segja hvaða stað heimsins, sem
vera kunni.
Fyrstur til að njóta góðs af þessu
var Floyd Patterson, sem aldrei hafði
látið ánetjast neinni giæpamanna-
klíku. Slóttugi framkvæmdastjórinn
hans, Cus D’Amato, valdi andstæð-
inga hans af mikilli kostgæfni, og
hann tapaði sjaldan. En Floyd
hungraði í alheimsviðurkenningu
sem hinn mikli meistari. Þess vegna
hopaði hann ekki undan áskorun
hrottafengins fyrrverandi glæpa-
manns með ógnandi svip, Sonny
Listons. D’Amato vildi ekki að Floyd
keppti við Liston. En Floyd vildi það
og tapaði.
Nú hljómaði kallið eftir glæsi-
legum, ungum frelsara til þess að
bjarga þungavigtarkrúnunni, og færa
hana aftur til vegs og virðingar. Hver
gaf sig fram? Cassius Clay herti á sér á
leið sinni upp á tindinn.
I janúar 1963, þegar verið var að
vigta Cassius fyrir keppni hans við
mann að nafni Charlie Powell, varð
hann hamslaus, og skoraði á Powell
að berjast við sig þar og þá og
öskraði: „Sannaðu til, þú liggur í
þriðju lotu!” Aðstoðarmennirnir
urðu að ,,halda” Cassiusi. Blaða-
menn skírðu hann „Eitraða
Cassius” en hann sló Powell niður í
þriðju lotu.
í júní keppti hann við Henry
Cooper, breska meistarann. Clay setti
allt á annan endan í London, með því
að skálma um göturnar með harð-
kúluhatt og í morgunslopp og stöðva
umferðina á Piccadilly Circus, en
hann seldi hvert einasta sæti í
keppnishúsinu með hrópi sínu:
,,Sama hvað margir skrimtu, Cooper
liggur í fímmtu!” Cooper lá í
fimmtu lotu.
í júlí þetta sama ár veitti Liston
Patterson öðru sinni harða útreið til
að halda titli sínum. Nú var enginn í
sigti fyrir Liston lengur, svo tíminn
var kominn til að Liston og Clay
leiddu saman hesta sína á Miami
Beach í febrúar. „Látið mig ná í
þennan stóra, Ijóta bangsa,” öskraði
Cassius. „Ég verð lokaður inni fyrir
morð, ef ég berst við þennan Clay,”
svaraði Sonny.
Og margir voru sömu skoðunar.
Veðmangarar skráðu Liston sem sjö á
móti einum. Blaðamaður, sem New
York Time sendi til að fylgjast með
leiknum, fékk fyrirmæli um að kynna
sér vel hvar næsta sjúkrahús væri, svo
hann gæti verið fljótur að fylgja
Cassiusi, þegar hann yrði fluttur á
gjörgæsludeild.
Auglýsingaherferðin fyrir þennan
leik var stórkostleg, og atburðurinn
sjálfur lokkaði að sér yfir 500
fréttamenn hvaðanæva úr heim-
inum, þeirra á meðal bókmenntalega
þungavigtarmenn eins og Norman
Mailer og Budd Schulberg. Þegar
aðstoðarþjálfari Cassiusar, Drew ,,
„Bundini” Brown, bjó til herópið: