Úrval - 01.04.1977, Side 97

Úrval - 01.04.1977, Side 97
,,ÉGER MESTUR!" 95 úrslitaleikjum í meistarakeppni. Um sama leyti var fullkomnuð sú rafeindatækni, sem gerði kleift að beina lokuðum sjónvarpskerfum að svo að segja hvaða stað heimsins, sem vera kunni. Fyrstur til að njóta góðs af þessu var Floyd Patterson, sem aldrei hafði látið ánetjast neinni giæpamanna- klíku. Slóttugi framkvæmdastjórinn hans, Cus D’Amato, valdi andstæð- inga hans af mikilli kostgæfni, og hann tapaði sjaldan. En Floyd hungraði í alheimsviðurkenningu sem hinn mikli meistari. Þess vegna hopaði hann ekki undan áskorun hrottafengins fyrrverandi glæpa- manns með ógnandi svip, Sonny Listons. D’Amato vildi ekki að Floyd keppti við Liston. En Floyd vildi það og tapaði. Nú hljómaði kallið eftir glæsi- legum, ungum frelsara til þess að bjarga þungavigtarkrúnunni, og færa hana aftur til vegs og virðingar. Hver gaf sig fram? Cassius Clay herti á sér á leið sinni upp á tindinn. I janúar 1963, þegar verið var að vigta Cassius fyrir keppni hans við mann að nafni Charlie Powell, varð hann hamslaus, og skoraði á Powell að berjast við sig þar og þá og öskraði: „Sannaðu til, þú liggur í þriðju lotu!” Aðstoðarmennirnir urðu að ,,halda” Cassiusi. Blaða- menn skírðu hann „Eitraða Cassius” en hann sló Powell niður í þriðju lotu. í júní keppti hann við Henry Cooper, breska meistarann. Clay setti allt á annan endan í London, með því að skálma um göturnar með harð- kúluhatt og í morgunslopp og stöðva umferðina á Piccadilly Circus, en hann seldi hvert einasta sæti í keppnishúsinu með hrópi sínu: ,,Sama hvað margir skrimtu, Cooper liggur í fímmtu!” Cooper lá í fimmtu lotu. í júlí þetta sama ár veitti Liston Patterson öðru sinni harða útreið til að halda titli sínum. Nú var enginn í sigti fyrir Liston lengur, svo tíminn var kominn til að Liston og Clay leiddu saman hesta sína á Miami Beach í febrúar. „Látið mig ná í þennan stóra, Ijóta bangsa,” öskraði Cassius. „Ég verð lokaður inni fyrir morð, ef ég berst við þennan Clay,” svaraði Sonny. Og margir voru sömu skoðunar. Veðmangarar skráðu Liston sem sjö á móti einum. Blaðamaður, sem New York Time sendi til að fylgjast með leiknum, fékk fyrirmæli um að kynna sér vel hvar næsta sjúkrahús væri, svo hann gæti verið fljótur að fylgja Cassiusi, þegar hann yrði fluttur á gjörgæsludeild. Auglýsingaherferðin fyrir þennan leik var stórkostleg, og atburðurinn sjálfur lokkaði að sér yfir 500 fréttamenn hvaðanæva úr heim- inum, þeirra á meðal bókmenntalega þungavigtarmenn eins og Norman Mailer og Budd Schulberg. Þegar aðstoðarþjálfari Cassiusar, Drew ,, „Bundini” Brown, bjó til herópið:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.