Úrval - 01.04.1977, Page 102
100
URVAL
Ali annað en Cassius Clay, bað þess
að hann reyndist fær. um að „færa
titilinn aftur heim til Bandaríkj-
anna.”
Ali var að þessu sinni hógværari:
„Ég ætla síður en svo að ráðast á trú
hans. Hvernig gæti ég ráðist á allt
þetta kaþólska fólk, páfann og allt
þetta góða fólk, sem rekur sjúkrahús
og hjálpar börnum? Hvers vegna ætti
ég að ráðast á það vegna eins fífls?”
En það var engin hógværð í Ali,
þegar í hringinn kom. Hann
auðmýkti Patterson og refsaði honum
í næstum 12 lotur, þar til dómarinn
kastaði sér fram fyrir Patterson tii
þess að vernda áskorandann, sem nú
var gersamlega varnarlaus sjálfur.
Þetta var fullnæging á þeim spádómi
Alis, að hann myndi ,,gelda” Floyd
fyrir orð hans, og þetta var ljót
sýning.
Eftir keppnina var Ali föðurlegur
við Floyd og tróð honum varlega ofan
í Bandaríkin aftur. „Floyd, það ætti
að heiðra þig og hengja á þig orður
fyrir það sem þú gerðir — góður,
hreinn bandarískur drengur, sem
barðist fyrir Bandaríkin. Þeir ættu að
tryggja þér að þú þyrftir aldrei að
gera handtak framar á ævinni. Það er
niðurlæging fyrir ríkisstjórnina, ef þú
endar einhvers staðar í ómerkilegu
brauðstriti. ”
En Floyd sagði bara: ,,Ég tapaði
fyrir miklum hnefaleikamanni,
Muhammad Ali” — og notaði þar
með þetta andstyggilega nafn í fyrsta
sinn.
Blöðin áttu ennþá erfitt með að
kyngja nafninu. Það sem þau komust
næst því var að tala um meistarann
sem „Cassius Clay, sem vill láta kalla
sig Muhammad Ali” — og kalla
hann svo Clay það sem eftir var
greinarinnar. I persónulegum viðtöl-
um fóru flestir bil beggja með því að
kalla hann meistarann og biðu þess
dags, að þeir gætu kallað hann
meistarinn fyrrverandi. The New
York Times krafðist þess í ritstjórnar-
grein, eftir keppnina við Patterson,
að hnefaleikar yrðu bannaðir, og
Time, sem hafði haft Ali á forsíðu
árið 1963, sagði nú frá því að hann
hefði „hrækt fyrirlitlega á gólfið,
meðan Eddie Fisher söng þjóðsöng-
inn.” Enn einu sinni hljómaði kallið
um að bjarga þungavigtarkrúnunni.
En hetjuhöll stóð auð og tóm.
ÖRLAGARÍK ÁKVÖRÐUN
17. febrúar 1966 var loftið þungt
og rakt í Miami. Ali sat í sólstól undir
pálmatré utan við húsið, sem hann
hafði á leigu. Hann var afslappaður
og leið vel. Hann hafði hlaupið
mikið um morguninn og var að búa
sig undir keppni í mars í Chicago.
Einhver kallaði til hans innan úr
húsinu — það var langlínusamtal í
símanum.
Þennan morgun hafði komið til
skarpra orðaskipta milli Wayne
Morse, öldungadeildarþingmanns,
og Maxwells Taylor, hershöfðingja,
áður en sjónvarpað var fundi
utanríkisncfndar öldungadeildarinn-