Úrval - 01.04.1977, Page 116
114
URVAL
Um þessar mundir velta sérfrœðingar þvt fyrir
sér, hvort banna eigi freon sem þrystiefni í
úðabrúsa. Þetta hófst 1974, þegar tveir efna-
fræðiprófessorar í Kaliforníu, Sherwood
Rowland og Mario Molina, tóku að halda því
fram, að lofttegundin, sem notuð er t flestar
gerðir úðabrúsa eyðileggi ósón (ozon) lagið
umhverfis jörðina. Kennig þeirra olli miklum
þyt, og náttúruverndarfólk kallaði málefnið
,,tímastillta geimsprengju." Framleiðendur
úðabrúsa búru að sjúlfsögðu fram mótmæli. En
fyrir fúeinum múnuðum birti vtsindaakademían
í USA skýrslu, sem staðfestir úlit sérfræðinganna
tveggja og nú hefur bandaríska heilbrigðis-
eftirlitið lagt fram tillögu um að smúm saman
verði hætt að nota freon sem þrjstiefni i
úðabrúsa með efnum sem snerta matvöru, lyf
og fegrunarefni, þar sem freonið er ekki
beinltnis nauðsynlegt, og að auki verði birt
viðvörun úþeim brúsum, sem innihalda freon,
þar til bann við því gengur í gildi. — En hvers
vegna er freon svona hættulegt? 1 eftirfarandi
samtali gerir prófessor Rowlandgrein fyrir því.