Úrval - 01.04.1977, Page 117
HVERS VEGNA
ERU
ÚÐABRÚSAR
HÆTTULEGIR?
sónlagið hefur verið kall-
að ,,skjöldur jarðarinn-
ar". Hverju skýlir hann,
prófessor Rowland, og
hvaða þýðingu hefur
hann fyrir okkur?
Ósón er lofttegund, sem sérkennir
strarósferuna — þann hluta and-
rúmsloftsins, sem er í 12-50 km
fjarlægð frá jörðinni. í þessu lagi
breytir útfjólublá geislun sólarinnar
súrefninu í ósón. Ósónið síar aftur á
móti megnið af útfjólubláu geislun-
um úr sólarljósinu og kemur í veg
fyrir, að þeir nái til jarðar, en
geislarnir breytast í hita.
Hvernig geta úðabrúsar eyðilagt
ósónlagið?
Úðabrúsarnir eru ekki skaðvæn-
legir sem slíkir, heldur flúorsam-
bandið — freon — sem notað er í
margar tegundir þeirra sem þrýstiefni
og svífur um andrúmsloftið í stað
þess að eyðast og skolast burtu með
regninu. Freon stígur til iofts, þar til
það kemst upp úr ósónlaginu, þar
sem það loks eyðist fyrir sólgeislum.
Með röð af keðjuverkunum losnar
þá klór úr freoninu, og því breytir
ósónið í súrefni aftur — sem þýðir,
að það verður minna ósón.
— Stytt úr Peopli