Úrval - 01.04.1977, Síða 119
117
og brotnar niður, og náttúrlegt
jafnvægi truflast. Ósónmagnið nær
ekki eðlilegu marki, fyrr en allt freon
er uppurið. Og þðtt við hættum að
nota efnið nú þegar í stað, hefur
ósónlagið ekki jafnað sig fyrr en eftir
meira en öld.
Hver er ábyrgur fyrirþví að notkun
freons verði hætt?
Út af fyrir sig eru allir ábyrgir.
Viðbrögð neytenda hafa mikla
þýðingu, þar sem megnið af þeim
úðabrúsum. sem innihalda freon sem
þrýstiefni, hafa að geyma efni sem
ætluð eru til persónulegra nota, og
framleiðendur eru næmir á almenn-
ingsálitið. Það er örðugt að ímynda
sér, að nokkur framleiðandi hætti fé
sínu til að setja á markaðinn efni í
úðabrúsum, sem verða kannski
óleyfilegir eftir eitt eða tvö ár.
Hefst nokkuð með fríviljugum
bœtti, meðan ekki er gripið í
taumana með beinu bannii
í Bandaríkjunum hafa neytend-
urnir greinilega látið sína skoðun í
ljós. Sala á úðabrúsum drósf
verulega saman árið 1975, en sala á
annars konar framleiðslu, svo sem
svitalyktarkæfi með plastpumpu eða í
stautsformi hefur aukist. Iðnaðurinn
hefur líka tekið í sína þjónustu
þrýstiefni, sem ekki hafa áhrif á
ósónið í stratósferunni. Til dæmis
hafa margir farið yfir í ýmiskonar
kolsýru, svo sem nú er almennt notuð
í úðabrúsum með rakkremi og
málningu.
★
Vertu ánægður með hlutina eins og þeir eru. Það er alveg rétt að
jörðin er yfirfull, en hugsaðu þér hvernig hún væri ef Nói hefði tekið
fjögur dýr af hverri tegund.
S.L.
SAGA SEGULMAGNS TUNGLSINS
Sovéskir vísindamenn hafa lesið nýtt blað í sögu tunglsins, en þeir
rannsökuðu segulmagnað tunglgrjót. Þessar rannsóknir hafa sýnt, að
tunglið, fylgihnöttur jarðarinnar myndaðist sem sjálfstæður
stjörnulíkami fyrir nálega 2000 milljónum árum og hafði þá segursvið
sem var um það bil 25 sinnum veikara en segulsvið jarðar. Nú hefur
runglið sem kunnugt er ekkert segulsvið.
Sérfræðingar stunduðu rannsóknir sínar á segulmagnssögunni.
með könnun tunglgrjóts sem sovésku gervihnettirnir Luna 16 og Luna
20 fluttu til jarðar. Niðurstöður útreikninga segulmagnsfræðinganna
hafa mjög mikla þýðingu í sambandi við lausn gátunnar um uppruna
og þróun mánans og annarra tungla.