Úrval - 01.04.1977, Page 123
SKEMMTIFERÐ MEÐ RÖSETTU
121
aðsigi þegar við komum að litlu þorpi
á torgsölutímanum.
,,Hún er þyrst,” sagði Irene.
,,Hún ætlar áreiðanlega yfir að
gosþrunninum. ’ ’
,,Nei,” sagði Emilie. ,,Það leynir
sér ekki, að hún hefur veður af
höfmnum í fóðurversluninni.”
Viðfangsefni þessara heillandi
samræðna beið ekki eftir niðurstöð-
unni. Hún þaut beint inn á torgið og
velti stafla af fuglabúmm í stæðu á
leiðinni. Hún stefndi beint að
handvagni. Þegar þangað kom, fór
hún að gófla í sig salathausa eins og
aðrir hakka í sig poppkorn.
,,Gerðu eitthvað,” hrópaði kerl-
ingin, sem átti vagninn, „sitjið ekki
bara þarna og glápið!”
Já, já, frú,” sagði ég skjálfradd-
aður og fálmaði vandræðalega eftir
veskinu mínu.
Við keyptum líka fjóra kanarí-
fugla, til að bæta fuglasalanum
skaðann. Litlu síðar, þegar við Irene
börðumst örvæntingarfullri baráttu
til að koma í veg fyrir að Rósetta færi
með vagninn á eftir Emilie inn í
bakaríið, kom bóndi nokkur til
okkar. ,,Má ég spyrja um dálítið?”
spurði hann varfærnislega.