Úrval - 01.04.1977, Side 128
Að svo mæltu fór kóngurinn sína
leið.
Prinsessan tók fiðlu og hóf að leika
á hana. Björninn reis upp á aftur-
fæturna og fór að dansa í hringi eftir
hljómfallinu. Prinsessan horfði á og
eftir stundarkorn rann það upp fyrir
henni, að hreyfingar bjarnarins voru
líkari hreyfingum manns en bjarn-
dýrs.
,,Mér sýnist þú ekki dansa eins og
bjarndýr,” sagði hún. ,,Sértu maður
skaltu nema staðar og lofa mér að
skoða þig.”
Bersi nam staðar og bróðirinn
varpaði af sér hamnum. Prinsessan
horfði lengi á hann o gast vel að því,
sem hún sá: Hávaxinn og glæsilegan
ungan mann.
,,Langar þig ekki að verða prins?”
spurði hún.
,,Hvers lags prins heldurðu að ég
gæti orðið? Ég er bláfátækur,”
svaraði hann.
„Heyrðu mig nú. Þú ert sá eini, að
föður mínum undanskildum, sem
veist hvar ég er falin. Þegar þú ferð
héðan, skaltu óska eftir að fá að reyna
að finna mig, og þar með gera það.”
Rétt sem ungi maðurinn var aftur
skriðinn í bjarnarhaminn kom kóng-
urinn aftur. Hann teymdi bangsa
upp á jörðina og afhenti bjarndýra-
temjaranum, eldri bróðurnum og
galt honum ríkulega svo sem hann
hafði heitið.
Þeir bræðurnir héldu nú úr hlaði.
Þegar þeir voru komnir út fyrir
borgarhliðin, út í skóginn, varpaði
yngri bróðirinn af sér bjarndýrs-
hamnum og sagði:
,,Far þú nú heim, bróðir. Ég þarf
að gera lítilræði í borginni.”
Bræðurnir skildu og héldu hvor
sína leið, sá eldri aftur til þorps síns,
en sá yngri til borgarinnar.
Hann hélt rakleiðis til hallarinnar
og sagði við kónginn:
,,Hingað til hefur enginn getað
fundið dóttur þína. Nú er ég kominn
til þess að leysa þá þraut.”
,,Þér er velkomið að reyna,”
svaraði kóngurinn. „Finnir þú hana,
verður hún konan þín og ég gef þér
hálft ríkið í heimanmund.” Svo
bætti hann lymskulega við í lágum
hljóðum við sjálfan sig: ,,Þú fínnur
hana aldrei....”
Ungi maðurinn fór beina leið út í
garð. Hann fann leynidyrnar undir
eikitrénu, opnaði þær og leiddi
prinsessuna fram í dagsljósið.
Kóngurinn varð í senn undrandi
og fokreiður, en hann átti engra
kosta völ: Hann varð að standa við
orð sín. Brúðkaupið var haldið þegar
í stað. I þrjá daga og nætur fagnaði
fólkið, og skálaði langlífí og
hamingju brúðar og brúðguma.
★