Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 36
H ás kó la ke nn ar in n Vill tileinka sér sanngirni, húmor og gleði í starfi Texti og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Af hverju hjúkrunarfræði? Þegar ég vann sem sjúkraliðið þá upplifði ég að geta ekki gert nóg fyrir mína sjúklinga og þess vegna hélt ég áfram að mennta mig. Ég vildi geta veitt betri hjúkrun óháð þeim sem ég vann með. Af hverju kennsla frekar en klíník? Ég vinn bæði í Háskólanum og á Landspítalanum. Þegar ég fór að kenna þá áttaði ég mig á hve mikil hjúkrun felst í því að kenna hjúkrun, að geta haft jákvæð áhrif vonandi á alla þessa flottu einstaklinga sem velja hjúkrun sem sýna fræðigrein. Annars eru kennsla og klíník svo tengd, þetta er eins og að reyna að aðskilja hjartslátt og púls, bæði betra og raunverulega það sama, bara skoðað á ólíkum stöðum. Hver er þín sérgrein? Bráðahjúkrun í grunninn en þar fór ég að skoða þá sem komu inn vegna mjaðmabrots og þá beindist áhuginn að eldri einstaklingum. Þannig að ætli mín sérgrein í dag sé ekki bráðabæklunarbrot aldraðra. Hvað heillaði þig við þá sérgrein og varð til þess að þú valdir hana frekar en aðra? Að fá þessa sjúklinga inn á bráðamóttöku, aldraða einstaklinga sem í grunninn var erfitt að verkjastilla, því mesta verkjastilling kemur með viðgerð á broti. Þeir voru áskorun og flókið að sinna þeim því ekki er auðvelt að hreyfa þá. Ég hugleiddi hvernig þeim reiddi af eftir útskrift af því bæklunarlæknar eru góðir í að gera við þessi brot en samt er dánartíðni þessa hóps mjög há. Íslensk rannsókn hefur sýnt að 36% karla deyja innan árs frá broti og 21% kvenna. Mig langaði að vita hvers vegna og hvað væri hægt að gera betur. Þess vegna er ég enn þá að skoða þennan hóp. Þyrstir þig í fleiri háskólagráður, langar þig í meira nám? Ég er reyndar í námi, er að klára kennslufræði. Sjáum hvort ég láti ekki þar staðar numið en góður maður sem ég þekki sagði alltaf sá lifir sem lærir. Líklega mun ég aldrei að læra, spurningin er kannski frekar hvort það verður hefðbundið nám. Ef þú hefðir ekki lært hjúkrunarfræði hvað hefðir þú þá lært? Þetta er erfið spurning. Ég ætlaði að vera iðjuþjálfi þegar ég var í grunnskóla, sjúkraþjálfun hefði líka geta komið til greina. Hvaða fög kennir þú? Ég held utan um námskeið í skurðlækningarfræði sem er kennt af skurðlæknum. Ég held líka utan um hjúkrun aðgerðarsjúklinga og kenni þar, er með einn fyrirlestur. Svo kem ég inn í mörg námskeið. Kenni um stoðkerfið í almennri hjúkrun og kenni þar líka um lyfjaútreikinga. Ég kenni nemum að setja upp æðalegg og blöndun sýklalyfja í færinstofunni. Ég kenni í öldrunarhjúkrun; bæði sem sérfræðikennari í verknámi og einnig fyrirlestur um mjaðmabrot og sarcopeniu. Ég kenni einnig í meistaranáminu í aðferðarfræði, tölfræði og í skurðframhaldsnáminu um næringu skurðsjúklinga. Svo kenni ég grunnnemum við matvæla- og næringarfræðideild um hlutverk hjúkrunarfræðinga og meistarnemum hvernig sé hægt að nýta áhugahvetjandi samtal þegar taka þarf viðtal við skjólstæðing. Að lokum er ég annar af tveim umsjónarkennurum um þverfræðilega samvinnu heilbrigðisstétta sem er skyldunámskeið fyrir allar nemendur á heilbrigðisvísindasviði. Þannig að ég kem víða við í kennslu. Hvað er það besta við kennarastarfið? Að kynnast öllum þessum frábæru einstaklingum sem eru að mennta sig. Að geta vonandi aukið áhuga og gert efnið skemmtilegt og spennandi. Þegar maður upplifir að nemendur sem höfðu ekki trú á sér; að þeir gætu lært efnið, koma til manns og segja: „Sigrún þetta gekk upp hjá mér, ég gat þetta.“ Það er gefandi að finna að maður geri gagn. Háskólakennarinn Sigrún Sunna Skúladóttir Nafn: Sigrún Sunna Skúladóttir. Menntun: Sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur, diplóma í bráðahjúkrun, meistaranám í hjúkrun og doktorspróf í heilbrigðisvísindum. Starfsheiti: Lektor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.